Búa til meskjunar ílát

1
631

Leiðbeiningarnar hér að neðan ættu að gefa smá hugmynd af því sem hægt er að gera, en það er best að búa til meskjunar ílát úr kæliboxi og eða einhverju sem getur haldið hita í langan tíma án þess að hitinn tapist mikið. Leiðbeiningarnar fyrir þetta voru fengnar af http://www.donosborn.com/ og var Don svo vingjarnlegur að veita okkur leyfi til að nota þessar leiðbeiningar af síðunni hans, svo gæti vel verið að við förum út í að búa til svona frá grunni og munum við þá eflaust taka ljósmyndir og lýsa því hvernig við fórum að og hvað allt kostaði og hvar hráefnið var keypt.

Ok, nr 1 er að finna sér gott kælibox, flestar byggingavöru verslanir og íþróttaverslanir selja slík box og er þá gott að miða við að það sé krani við botninn eins og á boxinu hér að ofan, það má svo fjarlægja kranann og setja leiðslurnar í. Ef það vantar kranann, þá er það ekkert stórmál, það þarf þá bara að bora fyrir þessu og þétta vel með einhverju sem má koma í snertingu við matvæli og þolir um 100°C (þó svo að það verði líklagst ekki hærra en 75°C).

Þetta er svo nokkurn veginn það sem þarf; barki sem er notaður í klósett (járn vírs barkinn hér að ofan, gott að nota hann því hann er gegndreypur og síar því vel vökvann), nokkrar hosur, plast rör og krana. Ef það þarf að bora, þá er ekki úr vegi að hafa borvél og þétti efni. Passa verður upp á að allar plast slöngurnar þoli smá hita og megi nota í matvælagerð.

Næst er að saga af endana á vírnets barkanum og setja hosur báðum meginn, passa verður upp á að hosan þeim meginn sem inntakið er sé ekki það opið að hýði utan af korninu komist inn.

Setja plast slönguna í gegnum gatið á kassanum (passa að einangra meðfram plast slöngunni) og setja endana saman þ.e.a.s. á vírnets barkanum og plastbarkanum og þegar það er komið, þá er að setja smá vatn í boxið og sjá hvort eitthvað lekur fyrir utan það sem eðlilegt gæti talist og auðvitað til að ath hvort vírnetsbarkinn síi vatnið.

Næst er að tengja saman þannig að það sé krani sem kemur í veg fyrir að allt flæði úr boxinu, til þess þarf að skera plast barkan í tvennt, setja hosur báðu meginn, setja kranann í báðu meginn og herða hosurnar.

Svona ætti þá meskjunar ílátið að líta út í endann. Svo auðvitað muna að þvo allt og hreinsa vel áður en meskjun hefst, helst að nota þau hreinsiefni sem bruggverslanir og eða viðurkennd hreinsiefni sem má nota samhliða matvælaiðnaði.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt