Bryghuset Svaneke Julebryg

0
260

Huginn

Hausinn eru þrír fingur, ljós og rjómahenndur. Hengja er mjög góð. Blúndan er mjög góð og hengjan í henni er yfir meðallagi.
Nefið er malt og dökkir ávextir og áfengi.
Uppbygging er mjög dökk með rauðum tónum. Munnfylli er ágæt og náladofi er í meðallagi.
Bragð eru dökkir ávextir og sætt malt. Miðjan er dökkt malt og eftirbragð er karamella og malt.
Venja er góð.
Þessi er ljúfur og góður. Mikið maltbragð, karamella og meira malt þegar neðar dregur. Þetta nær akkurat jólafílingnum hjá mér, samanber við aðra jólabjóra. Ljúfleiki var í fyrirrúmi og maltið kom fram í miklum dýrðum. Bjóst svosem alveg við einum góðum frá Svaneke.
Þessi fær 70 af 100 frá mér.

Auglýsing

Muninn

Hausinn er 1 putti, beige
Body er dökk, dökk rautt
Nefið er dökkir ávextir, malt og karamella
Bragðast af reyktu malti, með mikilli beyskju smá sæta með einnig og dökkir ávextir
Eftirbragðið sama stendur af reyktu malti, beyskju og dökkum ávöxtum
Ég er ekki að fá neina blúndu
Nálardofinn er mildur og þægilegur fer einstaklega vel í munni.
Abv er 5,7%
Venjan er mjög góð
Hef ekki enn lent á slæmum bornholm bjór, enda brugghús sem sker sig úr varðandi gæði
Þessi fær 80 af 100 hjá mér

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt