Bruggsmiðjan

0
527

Hugmyndina af fyrirtækinu kom frá hjónum á Árskogssandi, henni Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Þau fengu hugmyndina á að opna litla bruggverksmiðju eftir að hafa séð frétt í sjónvarpinu frá lítilli verksmiðju í Danmörku. Viku seinna eru þau komin út til Danmerkur að skoða bruggverksmiðju. Þetta gerist í júní 2005. Í október skrifa þau undir kaupsamninga á bruggtækjum út í Tékklandi. Í desember 2005 var fyrirtækið formlega stofnað. Í byrjun árs 2006 koma síðan aðrir aðilar inn í fyrirtækið. Í dag er Bruggsmiðjan í eigu 15 aðila. Agnes og Ólafur eiga rúm 56%, og 44% skiptast á milli 14 aðila. Byrjað var að byggja húsnæðið í mars 2006. Og er staðsett á Árskogssandi eins og áður sagði. Fyrsta bruggun var 22 ágúst og fyrsta átöppun var 28 september. Formleg opnun var síðan 30 september að viðstöddum fjölda fólks.

Agnes og Ólafur sáu færi á að koma með nýja tegund af bjór á markaðinn. Þeim langaði að búa til bjór sem væri mjög vandaður og með miklu bragði. Þess vegna var valið að brugga bjór eftir Tékkneskri hefð frá 1842, þar sem Tékkland er frægt um allan heim fyrir góðan og einstaklega vandaðan bjór. Þau höfðu tvær leiðir til að finna bjór við hæfi, kaupa uppskrift af öðrum erlendum bjór og flytja hana inn til landsins, eða fara leiðina sem þau völdu að gera og það var að fá bruggmeistara til liðs við sig og búa til sinn eigin bjór sem þau gætu sniðið eftir sínum eigin hugmyndum. Þar sem að markmiðið var að búa til eðal bjór þá var valið einungis allra besta hráefni sem völ er á og kemur allt hráefnið frá Tékklandi, fyrir utan að sjálfsögðu íslenska vatnið sem að kemur úr lind við Sólarfjall við utanverðan eyjafjörð. Útkoman er Kaldi. Íslenskur bjór, bruggaður eftir tékkneskri hefð, með besta hráefni sem völ er á, ógerilsneyddur,með engum viðbættu sykri og án rótvarnarefna, sem gerir hann eins hollan og bjór getur mögulega orðið.

Auglýsing

Í upphafi var gert ráð fyrir ársframleiðslu uppá 170.000 lítra á ári. En eftir ótrúlega sölu og mikla eftirspurn fyrstu mánuðina, var fljótlega ákveðið að bæta við gerjunartönkum og auka gerjunarplássið um 10 þúsund lítra. Stækkunin kom í maí 2006. Með þeirri stækkun var framleiðslugetan 300.000 lítrar á ári. Flótlega kom í ljós að þessi stækkun dugði ekki til og var ákveðið að stækka gerjunarplássið um 12 þúsund lítra. Sú stækkun kom í nóvember 2008. 2011 var ráðist í að stækka verksmiðjuna enn meir, eða um 40% og er því framleitt um milljón flöskur á ári.

Hjá fyrirtækinu vinna í dag 10 manns sem eru fastráðnir og hafa 2 farið í bruggnám og einn klárað námið. Bruggmeistarinn okkar, David Masa er nokkuð þekkt nafn í bruggheiminum. Hann hefur sérhæft sig í því koma af stað litlum brugghúsum út um allan heim. Hann er bruggmeistari í 4 ættlið og með 9 ára nám á bakinu, þar sem að grunn bruggmeistaranám er 4 ár.
Bruggsmiðjan

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt