Bruggmeistarinn

0
918

Bruggmeistarinn

Það er draumur margra að læra að verða bruggmeistari (brewmaster) og auðvitað að vinna við það. Í raun er ekki skilyrði að fara í nám þ.e.a.s. það er hægt að byrja í brugghúsi og læra að brugga í nokkur ár og unnið sig upp í stöðu bruggmeistara en svo auðvitað fer þetta eftir hverju brugghúsi fyrir sig varðandi hvaða nám sé skilyrði fyrir þá bruggmeistara sem hefja þar störf. Sum brugghús vilja að sá sem ætlar sér að verða bruggmeistari, klári efna verkfræði, líffefnafræði og eða sambærilegt nám og fari svo í skóla þar sem kenndur er bruggmeistari, fyrir utan að vinna svo við þetta ákveðið lengi til að ná stöðu bruggmeistara. En hvernig svo sem því líður, þá er ekki tekið út með sældinni að verða bruggmeistari, því eins og áður sagði þá geta liðið nokkur ár áður en viðkomandi fær að gera eitthvað skemmtilegt sem bruggmeistari.

Bruggmeistarinn hefur mjög stórt ábyrgða hlutverk, sérstaklega ef verið er að tala um að stjórna stórum brugghúsum sem skila milljónum lítra á ári. Verðandi bruggmeistarar þurfa að vinna sem „bruggarar“ í mörgum tilfellum í 5 ár áður en viðkomandi getur kallað sig bruggmeistari. Hins vegar er það alveg þekkt í stóru brugghúsunum að það geti tekið allt að 15 ár að verða tittlaður sem bruggmeistari. Hægt er þó að vinna í brugghúsi án einhverrar sérstakrar menntunar með það fyrir sjónum að verða bruggmeistari, það tekur hins vegar mjög langan tíma og viðkomandi þarf að vinna ötult að því að sannfæra viðkomandi brugghús og bruggmeistara þess að hann / hún sé þess verð, en í flestum tilfellum myndi borga sig að sækja um í bruggskólum.

En svo er auðvitað hægt að byrja einfaldlega í eldhúsinu, lesa sér mikið til og opna sitt eigið brugghús og titla sig sem bruggmeistari þess brugghúss, en hversu langt sá titill nær ræðst e.t.v meira á því hversu fær þú ert, hversu viljugt fólk er að hunsa það að þú sért ekki með neina opinbera menntun í þessum fræðum.

En tökum menntavegin og byrjum á skólum.

Skólar (eigum eflaust eftir að bæta í þennan lista);
Það er ekkert nám til sem mætti kalla staðlað nám fyrir verðandi bruggmeistara á heims vísu. Það getur samt farið eftir brugghúsum hvaða nám er krafist af bruggmeisturum sem vinna þar. Hér fyrir neðan eru nöfn nokkura skóla sem bjóða upp á nám í bruggmeistaranum.

American Brewers Guild: Þessi skóli bíður upp á 27 vikna námskeið sem undirbýr nemandann fyrir þátttöku í ýmsustu greinum bruggferlisins og þar á meðal fyrir bruggmeistarann. Fyrstu 21 vikurnar eru kenndar í gegnum netið. Þá fær nemandinn send video sem innihalda 6 – 10 klst af efni í hverri viku og námið er svo klárað með 1 viku í skólanum og 5 vikum í læri í einhverju brugghúsi í bandaríkjunum.
Á meðan 5 vikna vinnustaða náminu stendur, þá er nemandanum útvegaður kennari í viðkomandi brugghúsi sem fer með honum í gegnum allt ferlið (nemandi fær ekki laun á meðan dvöl hans stendur).
Skilyrði fyrir inntöku eru; stærðfræði og efnafræði og eða líffræði nám, ekki endilega stúdent, en geta þó sýnt fram á að hafa tekið eitthvað af þessu námsefni.

Institute and guild of brewing (IGB): Nám frá þessum skóla er viðurkennt á heimsvísu. Skólinn er í London.

Institute for Brewing Studies: Hægt er að taka áfánga í bruggmeistaranum. Skólinn er í Colorado, USA.

Siebel Institute of Technology: Siebel hefur mjög gott orð af sér fyrir að kenna bruggun, enda var stofnandi hans Dr. John Ewald Siebel mjög iðinn við að kenna bruggun við skólann og skrifaði bækur um hvernig ætti að brugga bjór allt til 1919 þegar hann lést og voru þá aðeins 20 dagar í að áfengisbannið í bandaríkjunum gekk í gildi. Á meðan á banninu stóð, þá einbeitti skólinn sér að því að kenna bakarann, gos drykkir, verkfræði og s.frv. En þegar bannið gekk úr gildi, þá einbeitti skólinn sér aftur að því að kenna hvernig ætti að brugga bjór.
Siebel bíður upp á 12 vikna kúrs sem kallast “WBA International Diploma in Brewing technology”. Nemendur læra ekki aðeins að brugga heldur einnig viðskipta fræði. Námið er hið glæsilegast og klára meðal annars nemendur námið í Munich, Þýskalandi, þar sem skólinn er með aðsetur þar. Námið er svo viðurkennt á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja fara í þetta nám, þá eru grunn skilirði fyrir inntöku stærðfræði og efnfræði nám af einhverju tagi t.d. stúdent í efnafræði og eða stærfræði og svo er gerð könnun í skólanum sem metur hversu tilbúinn viðkomandi er fyrir kúrsinn.

University of Califronia at Davis: UC Davis býður upp á nokkra áfanga í bruggun. Anheuser-Busch tekur víst nemendur inn eftir nám í UC Davis.

University of Wisconsin: Býður upp á nokkra áfanga í bruggun.

Svo er hér listi yfir þá skóla sem bjóða upp á nám í bruggun.

Ábyrgð:
Bruggmeistarar bera ábyrgð á öllu bruggferlinu, alveg frá byrjun til enda. Reyndar fer það eftir stærð brugghússins hversu mikla ábyrgð bruggmeistarinn hefur. Ef brugghúsið er lítið þá gæti hann haft yfirumsjón með vali á hráefni, mannaforráð og jafnvel séð um fjármálin í kringum bruggið þ.e.a.s. allt sem hefur með bjórinn að gera, hefur bruggmeistarinn yfir að ráða.

Hvað þarf til:
Eins og með allt, þá eru ekki allir sem hafa hæfileikann til. Hér fyrir neðan eru dæmi um það sem þarf helst að hafa;

  • Vera MJÖG skipulagður; bruggmeistarinn verður að hafa hæfileika til að skipuleggja allt ferlið áður en bruggun hefst til þess að hafa yfirsýn yfir allt ferlið á meðan bruggun fer fram.
  • Geta farið með mannaforráð; Yfirleitt er bruggmeistarinn með mannaforráð yfir þeim sem koma að bruggerlinu og getur bruggmeistari stjórnað frá 1 upp í þess vegna 50+ manns, allt eftir stærð brugghússins og ekki endilega bara bruggarar heldur alla sem koma nálægt brugginu.
  • Menntun; Fyrir þá sem vilja ekki mennta sig sérstaklega, þá er þolinnmæði og þrautsegja númer 1,2 og 3. Fyrir þá sem vilja mennta sig, þá er grunnnám í efnafræði og stærfræði nokkuð mikilvæg áður en reynt er að sækja um í þeim skólum sem kenna Bruggmeistarann.

Heima bruggun:
Fyrir þá sem ekki vilja fara hefðbundnar leiðir, þá er hægt að brugga auðvitað heima hjá sér og kennum við það hér á Bjórspjall.is, “leiðbeiningar”. Þá er einnig mjög mikilvægt að verða sér út um gott lesefni og lesa eins mikið og hægt er! Í þessum bruggsettum sem bruggbúðir eru að selja, er nánast allt sem þarf til að koma sér af stað, það eina sem þarf er tími og vilji. Það er komið mikið af vörum sem geta hjálpað þeim sem hafa áhuga á að koma upp líttlu “brugghúsi” heima fyrir og hver veit, kannski uppgötvar þú góða uppskrift af bjór og opnar þitt eigið brugghús? Það er svo mjög gott að taka þátt í Fágun og eru þeir með heimabrugg samkeppni sem hefur orðið til þess að nokkrir heimabruggarar hafa fengið að brugga og markaðsetja sína eigin bjóra og/eða opnað sitt eigið brugghús út frá því. Það er einnig gott að ef þér langar að koma bjórnum á framfæri að taka þátt í bjór hátíðum eins og Bjórseturshátíðin á Hólum í Hjaltadal og The Annual beer festival Kex Hostel

Sem smá útúrdúr, þá mæli ég með að fólk horfi á heimildar myndina Beer wars, þar er einmitt tekið viðtal við sjálfmenntaðan micro brugghús eiganda, þar er einnig tekið á því hvað þetta er harður heimur en ef viljinn er til staðar, þá er þetta ekkert mál.

Heimildir:
http://www.zimbio.com/Craft+Beer/articles/273/want+become+Brewmaster
http://www.microbrewery-mgi.com/articles/brewmaster/index.php

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt