„Bruggmálum hefur fjölgað“

0
1014

Rakst á þessa grein í Morgunblaðinu í dag;

Alls hafa verið skráð 24 brot fyrir ólöglega sölu áfengis og 26 fyrir bruggun það sem af er þessu ári, að því er fram kemur afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Þá segir að í nóvember hafi verið umræða um fjölgun bruggmála sem berist til lögreglu á landinu.

Í skýrslunni má sjá þróun á fjölda brota vegna sölu og bruggunar áfengis fyrstu ellefu mánuði áranna 2001 til 2010. Sjá má hvernig brotunum fækkaði árin 2004 til 2008 en fjölgaði árið 2009 og eru fleiri fyrstu ellefu mánuði þessa árs en síðustu ár…

Mér finnst nokkuð merkilegt að á sama tíma og við megum kaupa tæki til að brugga og það eru heilu búðirnar sem selja þessi tæki, þá sé verið að handtaka fólk fyrir að brugga. Það er jú kannski verið að tala meira um landa og sölu á landa en að sama skapi, þá má ekki brugga svo alkahól verði meira en 2.25% að rúmmáli, en slíkt er mjög erfitt að gera þegar verið er að brugga t.d. bjór (og tala nú ekki um rauðvín og hvítvín) og flestir nenna einfaldlega ekki að spá út í slíkt. Væri ekki miklu skynsamlegra að leyfa heimabruggun upp að 10% alkahól að gefnu að fólk sæki námskeið í bruggun líkt of fólk gerir með skotvopn (ekki svo að segja að það sé sama sem merki þarna á milli)? Á námskeiðinu væri fólki kennt að meðhöndla brugg tæki, kennt lögin á bak við það og þyrfti svo að tilkynna til yfirvalda að það sé að brugga heima (þarna eru smá auka tekjur í ríkiskassann, sko.. ég er að hjálpa til við að koma með hugmyndir um nýjar tekju lindir), líkt og að tilkynna þarf um skotvopna eign, þannig væri hægt að koma til móts við alla í þessu, hvað finnst ykkur um það? Er ekki kominn tími á að færa þetta upp á yfirborðið meira og gera þetta löglegt?

Auglýsing

Fyrir utan þessa umræðu, þá er önnur umræða sem öskrar á mann í þessari grein; einkasala ríkisins á áfengi og skattar á áfengi. Vegna einokunarstefnu ríkisins, þá getur ríkið leyft sér að hækka og lækka skatta á áfengi eins og þeim sýnist (hafa þó bara hækkað skatta), þetta leiðir óhjákvæmilega af sér fjölgun á bruggmálum, fólk fer óhjákvæilega út í að brugga (enda þarf lítið til t.d. brauðger, sykur og vatn). Mér finnst það skjóta skökku við að á meðan, ríkið leyfir sér að berja á fyrirtækjum sem eru grunuð um einokun eða samráð, þá er ríkið í bullandi einokun, finnst það afskaplega mikil hræsni, en það er svo sem ekkert nýtt af nálinni.

Það var sagt eitt sinn við mig að ein af ástæðum þess að einokun á áfengi (léttvíni) væri ekki afnumin og komið í verslanir, væri einfaldlega sú, að t.d. Bónus ætlaði bara að taka inn 3 vinsælustu tegundir bjórs, þetta má koma í veg fyrir með því að setja í lög að ef verslun ætlar að taka inn léttvín, þá þarf viðkomandi verslun að hafa í það minnsta 15 tegundir af bjórum eða eitthað álíka og þurfi að bjóða upp á nokkrar tegundir af specialty bjór og sama gildir um rauðvín, hvítvín og s.frv. ÁTVR getur svo auðvitað haldið áfram að selja sitt áfengi. En það þarf líka að lækka skattana, 25.5% skattur er alveg nóg á áfengi þar sem innflutningsgjöld leggjast líka á flestar af þessum vörum. Ég tel að bara þetta, yrði gífurleg lyftistöng fyrir íslenskan bjór iðnað (og tala nú ekki um tekjur í ríkissjóð), sem er að stækka um þessar mundir en hefur alls ekki létt rekstrar umhverfi. Þessi iðnaður skilar þó góðum tekjum í ríkissjóð og gagnst alls ekki að kæfa hann eins og verið er að gera. Það er alveg stórmerkilegt að, á meðan þingmenn eru að reyna að finna leiðir til að auka tekjur að það sjái ekki möguleikana þarna og hjálpi til við að stækka þennan iðnað þar sem það þykir löngu sannað að íslenskur bjór iðnaður framleiðir fyrsta flokks bjór sem gæti skapað rosalegar útflutnings tekjur jafnt sem tekjur fyrir innanlands sölu og gerir ábyggilega nú þegar en gæti verið enn meiri með smá fyrirhyggju.

Ég sé jafnvel fyrir mér að veitingastaðir geti opnað microbrewery og selt sinn specialty bjór á staðnum líkt og gerist á mörgum veitingastöðum í löndunum í kringum okkur. Hvernig væri að slaka aðeins á og koma okkur inn í 21 öldina og hætta þessari einokun og óhóflegri skattastefnu á áfengi, það stuðlar ekki að bætu umhverfi, sýnir aðeins hvað mannskepnan er úrræða góð þegar á móti blæs og sést það glökkt í greininni hér að ofan. Spurningin er bara sú, hvort er vilji fyrir að hafa þetta upp á yfirborðinu og geta fylgst með þessu eða hafa þetta „neðanjarðar“ eins og það er nú?

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt