Brewster – Bjórkjallarinn

0
654

Þetta tæki frá Brewolution.com er nú komið í sölu hjá Bjórkjallaranum. Hægt er að fá tilbúin sett með korni, humlum, geri og öllu því sem þarf til að setja í heimabruggið og eru þessi sett einnig frá Brewolution. Kosta settin frá 7500 – 8500 kr.- og miðast við 20 lítra lögun.

Þessi græja er ekki af verri endanum. Kannski ekki Brewmaster/Grainfather, en skila sínu. Prófuðum við nokkrar uppskriftir í tækinu og verður að segjast að við urðum alls ekki fyrir vonbrigðum.

Tækið samanstendur af potti með innbyggðum hita elementum, tímastillir og hitastillir. Net sem sett er innan í pottinn til að sía í burtu husk og humlana þegar sett er í fötuna, þriggja loka krana kerfi sem sér um að stjórna öllu flæði í pottinn og út úr, dælu með „sparge“ hring og wort kælir, eða mótstraums kælir. Það eru svo auðvitað slöngur og ýmislegt smádót eins og millistykki á krana og er gert ráð fyrir alls konar krönum, er því ekkert vandamál að festa við krana. Slöngum er svo smellt inn í þar til gerð millistykki, við lentum þó í smá vandræðum með að losa frá slöngurnar, en það má vera að við höfum ekki gert það rétt? Það verður einnig að passa mjög vel upp á að ýta slöngunum vel í millistykkin þar sem þær eiga það til að leka pínu ef ekki er sett nógu vel í.

Það er í raun nokkuð auðvelt að eiga við tækið en maður fékk stundum á tilfinninguna að kranar og millistykki ætluðu að gefa sig, var ekki mjög traustvekjandi, en strax og byrjað var að nota millistykkin og kranana, þá fór það óöryggi fljótt.

Það er svo mjög góð aðstoð sem fylgir þessum tækjum, ýtarleg kennslu myndbönd (sjá hér og takið eftir þessu flotta lagi sem er spilað undir) og þeir svara e-mail nánast samdægurs ef það er eitthvað sem amar að.

Það er svo hægt að kaupa fyrsta flokks bjórgerðarefni með flottum leiðbeiningum. Allar uppskriftir sem fylgja þessum bjórgerðar efnum eru víst notaðar í brugghúsum í dag, það er kannski ekki hversu mikið magn er af hverju korni eða hvaða korn og humlar eru notaðir í uppskriftunum, en uppskriftirnar eru frábærar! Það eru notuð humla lauf (og virtist allur köngullinn stundum rata með), ekki pallettur og því er það aðeins ferskara en gengur og gerist.

Þetta tæki er eitthvað sem við mælum hiklaust með fyrir þá sem vilja eiga tæki sem gerir allt, sýður, meskjar, síar frá og s.frv. það er hins vegar hægt að búa til aðeins ódýrari útgáfu af tækinu, en það er þá vinna og tími sem þarf að leggja í og rétt aðstaða, þá er það ekki þess virði nema maður hafi virkilega gaman af því að dunda sér við slíka hluti.

Endilega segið okkur hvað ykkur finnst um þetta tæki við fyrstu sjón og eftir að hafa séð kennslu myndböndin og enn betra ef þið hafið fengið tækifæri til að prófa tækið. Gefið tækinu endilega stjörnugjöf og hvort ykkur líki grein með þumla gjöfini.

ENDURSKOÐUN YFIRLIT
Einfaldleiki
Notagildi
Verð
Fyrri greinHvernig á að hella bjór?
Næsta greinBIAB – Brew In A Bag
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég ásamt Erling Þór Erlingsson að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróðleiks og skemmtunar.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt