BrewDog, There is no Santa

0
232

Muninn

Hausinn un einn og hálfur putti. Rjómakenndur
Body er dökkur með rauðum tónum, gegnsær
Nefið er malt, humlar, kanill og rúsínur
Smakkast eins og kanilsnúður, með humlum, malti, negul
Eftirbragð er negull og kanill
Blúndan er þétt og fín
Munnfylli er ekki mikið og nálardofinn er milsur
Venjan er góð
ABV er4,7%
Brewdog, there is no santa er nokkuð jólalegur bjór og inniheldur aðeins jóla bragð, skemmtileg tilbreyting frá öllum hinum jólabjórunum. Get klárlega mælt með honum með piparkökunum. Flokkaður sem stout en er meira í líkingu við ale.
Fær 80 af 100 hjá mér

Huginn

Hausinn er um einn fingur, ljós og meðalsnöggur. Blúndan er þétt, snögg og olíukennd.
Nefið er kanill, malt, humlar og sveskjur.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er OK og náladofi er lítill.
Bragð er kanill, bitrir humlar, negull og malt. Eftirbragð jólalegt, kanill, negull og malt.. svona eins og maður sé að borða piparkökur og sötrandi egils malt og appelsín með.
Venja er góð.
Þessi er skemmtilegur og fullur af jólastemningu. Bragðmikill „semi“ stout, eins og ale með dökkum lit út í. Held að þetta sé fyrsti alvöru jólabjórinn sem ég smakka, kanill, negull, malt og flottir humlar gera þennann rosa skemmtilegann. Mætti vera fyrir mitt leyti meira stoutlegur og meira abv., fær mínus fyrir að vera aðeins of kellingalegur.
Þessi fær 75 af 100 frá mér.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt