Brew dog – Punk IPA

1
326

Flott froða, líflegur og góð slæða. Gullinn
Mjög flottur ilmur, grösugur, ávextir – sítrus, pínu maltaður undirtónn.
Pínu sætur, ágæt beiskja en endar í skrítnu eftirbragði eins og það sé verið að jappla á heyji.
Ágæt beiskja í eftirbragð, pínu þurr, meðal fylling

Þessi var ekki að endast vel, kallaði ekki á annan og þetta þétta grasbragð var að skemma fyrir, einum of grösugur og þá eins og það væri verið að jappla á blautu heyji, okkur fannst þetta ekki nógu góður IPA, hvort það hafi með ferskleika að gera, það má vera, en dæmi hver um fyrir sig. Við ákváðum að 50 af 100 væri vel við hæfi.

Auglýsing

Sjá heimasíðu Brewdog

1 athugasemd

  1. Ég smakkaði þennan um daginn úr ríkinu og vakti hann upp sömu viðbrögð. Erlendis fær hann hinsvegar góðar einkunnir og grunar mig að við séum einfaldlega ekki að fá hann nógu ferskan. Þessir bjórar seljast lítið og standa eflaust lengi í búðarhillunum sem er ekki upplagt fyrir þennan stíl.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt