Bragðbetri léttbjór

1
471

Viljir þú passa upp á þyngdina eða vilja njóta bjórs sem er svo til áfengislaus, þá væri létt bjór eflaust svarið, en létt bjór er oft nokkuð bragð daufur og fer það misvel í sumt af harðasta bjór áhugafólkinu. Það gæti hins vegar verið lausn á leiðinni því Evrópusambandið ætlar víst að fjárfesta 3.4 milljónum evra eða rúmlega 534 milljónum kr.- í að rannsaka betra ger fyrir matvæla iðnaðinn, ein möguleg útkoma gæti verið ger sem gæti gefið af sér bragð meiri létt bjóra og eða mögulega nýja bjóra og án efa betri mat.

Verkefnið byrjar í Janúar á næsta ári og mun standa yfir í 4 ár. Að rannsókninni koma um 11 stofnanir. Búist er við að það muni uppgötvast í það minnsta 10 þúsund ný afbrigði í nánustu framtíð.

Auglýsing

Áður fyrr var notað miklu fleiri afbrigði af geri í matvæla iðnaði heldur en gert er í dag þar sem maturinn og eða bjórinn var látinn gerjast af því villigeri sem fyrir fannst í loftinu hverju sinni og gat þá oft verið um nokkur afbrigði að ræða, í dag er þessu stjórnað og ekki notað meira en eitt afbrigði í einu, en það eru enn til bjórar sem eru bruggaðir með þessu hætti þ.e.a.s. notað það villiger sem er í loftinu hverju sinni t.d. eins og Lambic bjórarnir.

Hægt er að lesa alla greinina hér.

1 athugasemd

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt