Bourse byggingin í Brussel breytt í bjór safn

0
56

Að sögn The Brussels Times, verður Bourse byggingin í Brussel breytt í bjórsafn.

Það fer ekkert á milli mála að Belgía er eitt þekktasta bjór land í heimi og á mjög gamla og ríka bjórmenningu.

Nú á að útbúa bjórsafn í Boruse byggingin sem nú er verið að gera upp og eiga viðgerðirnar að ljúka 2023 og verður þá safnið á efri hæðum hússins í um 12000 m2 rými sem hefur víst lítið verið notað til þessa.

Yfir 100 brugghús hafa staðfest að þau muni taka þátt í þessu verkefni, en þá munu tvær hæðir, auk stórs sals sem verður þá notaður undir viðburði. Aðal viðburðurinn verður svo bjór upplifunar miðstöðin, eða Belgian Beer World. Þar fá gestir safnsins að uppgötva hvers vegna Belgískur bjór er á heimsminnjaskjá UNESCO.

Meðal þeirra brugghúsa sem hafa ákveðið að taka þátt eru t.d Brussels Beerstorming brewery, Brasserie De La Senne og Brussels Beer Project.

Munu helstu breytingar fyrir safnið byrja núna í sumar og eins og áður sagði, þá ljúka framkvæmdum 2023.

Eins og við vitum, þá er bjór ekki bara bjór. Bjór hefur einstaka „hæfieika“ til að koma fólki saman og það verður engin undantekning á þessu, þar sem þau vonast til að styrkja svæðið til muna með tilkomu þessa nýja safns. Vonast er til að safnið laði að um 300.000 túrista á ári.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt