Bjórstílar

0
451

Eins og við höfum áður sagt, þá erum við ekki í því að finna upp hjólið aftur og aftur, því ákváðum við að birta birta stíla safn „Brewers Association Beer Style Guidelines“. Þeir bjórstílar sem við höfum bætt við hér að neðan eru flestir á ensku. Er ætlunin að þýða alla stílana yfir á íslensku, en það er því miður mjög tímafrek vinna og gerist það með tíð og tíma. Það gæti líka allt eins farið svo að lýsingarnar á stílunum verði ekki þýddir þar sem upplýsingarnar um þessa stíla koma úr „Brewers Association 2012 Beer Style Guidelines“, eru uppfærðir reglulega.

Fyrir þau ykkar sem finnst þetta vera allt of ítarlegt, þá má það vel vera, en það sakar ekki að sýna hversu fjölbreyttur bjórinn er og sannar svo um munar að, bjór er ekki bara bjór.

Það er svo öllum frjálst að þýða stílana. Þá er annað hvort hægt að þýða og setja sem comment eða send okkur í gegnum hafa samband, við munum svo auðvitað setja nafn þess sem þýddi við bjórstílinn ef óskað er eftir því.

Það er mjög sniðugt að ef verið er að smakka bjóra og fjalla um, að skoða viðkomandi stíl hér að neðan og sjá hvort að bjórinn samsvari stílnum eður ei.

Það er hægt að senda okkur lýsinguna hér.

Við ætlum okkur ekki að þýða nöfn þessara stíla, enda getur það valdið meira ruglingi heldur en annað. Ef einhver orð, skammstafanir eða hugtök eru að vefjast fyrir þér, þá langar okkur að benda á orðabókina okkar. Við munum svo reyna að setja inn lýsingar á stílum eftir því sem á líður. Allar lýsingar á stílunum verða svo á Íslensku.

Ýmsar greinar;
Altbier

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt