Bjórspjall annáll 2013

0
227

Nú er árið senn á enda og er við hæfi að líta aðeins yfir öxl og rifja upp það helsta sem hefur gerst á árinu. Eins og undanfarin ár, þá hefur Bjórspjallið verið að taka breytingum og var 2013 engin undantekning. Fengum við ýmsar skemmtilegar viðbætur sem hafa stór bætt útlit og aðgengi að upplýsingum um þá gullnu veig sem bjórinn er. Ber þar helst að nefna, bjór prófílana, breyttum algerlega um útlit þar og vonum við að það muni auðvelda fólki til muna að lesa sér til um bjórana sem við fjöllum um.

Heimabruggið var flutt af Bjórspjallinu yfir á nýja síðu, eða heimabrugg.is, er ætlunin að koma upp öflugum heimabrugg vef þegar fram líða stundir, því miður hefur það gengið allt of hægt að koma því af stað, en góðir hlutir gerast hægt. Hugmyndin er að, Bjórspjallið muni sjá fyrst og fremst um fagmannlegu hliðina á bjórnum, fjalla um brugghúsin, bjóriðnina og bjórmenninguna en heimabrugg muni sjá um bjór sem áhugamál, þá sérstaklega bruggunina.

Auglýsing

Heimsóttum tvö brugghús í ágúst, eitthvað sem við reynum að gera á hverju ári til að halda við góðum tengslum og sjá hvað hefur breyst og hvað sé á döfini. Var tekið einstaklega vel á móti okkur í Steðja og Bruggsmiðjuni, því miður tókst okkur ekki að heimsækja fleiri brugghús að sinni, en við munum reyna að heimsækja þau brugghús sem urðu útundan á nýju ári. Við þökkum Bruggmiðjuni og Steðja mjög vel fyrir einstaklega góðar móttökur!

Hátíð bjórsins var svo haldin á Ljósanótt Reykjanesbæjar, 7 september. Var þetta í fyrsta skiptið sem við héldum hátíðina og er það von okkar að hátíðin eigi eftir að stækka frá ári til árs, hægt er að lesa nánar um það hér. Því miður setti veðrið stórt strik í reikninginn og komust því ekki allir sem vildu, vonum að þetta hafi verið „fall er farar heill“ og muni því ganga betur næst. Við komumst þó í útvarpið og bauð Rás 2 okkur í viðtal sem var einstaklega skemmtileg upplifun!. Við viljum þakka enn og aftur þeim brugghúsum sem tóku þátt, en þau voru, Bruggsmiðjan, Steðji (þökkum þeim sérstaklega fyrir að setja stóran svip á hátíðina) og Víking. Við viljum einnig þakka öllum sem komu á hátíðina, vonum að við sjáum ykkur aftur á nýju ári!
Við höfum þó ekki enn fest niður hvenær næsta hátíð verður á árinu 2014, en þegar við höfum fundið þá dagsetningu, þá verður það árlega haldið á sama tíma.

Á nýju ári, þá mun Bjórspjallið taka smá breytingum, vonandi til hins betra, en þá munum við skerpa á hvernig notandinn fer um síðuna. Heimabrugg.is verður loksins sett í loftið og við munum í samstarfi við vel þekkta aðila, setja af stað námskeið í bjórfræðunum, en við munum auglýsa það nánar á komandi vikum. Það er því margt að hlakka til og vonandi mikið meira af efni til að „drekka“ í sig á komandi ári.

Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla! 🙂

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt