Bjórskólinn, Ölgerðin

0
405

Við hjá Bjórspjall.is settumst á skólabekk, í Bjórskóla Ölgerðarinnar. Námið stóð í næstum 3 og hálfan tíma en tíminn leið allt of hratt og fyrr en varir var maður farinn að sakna skólans. Við getum vægast sagt, ekki lýst því hvað þetta var skemmtileg og góð fræðsla! Námskeiðið kostar ekki mikið, eða aðeins 6500 kr (uppfært 15.02.2019; kostar nú 7200 kr) og er óhætt að segja að þú fáir mikið fyrir peninginn, gestir skólans verða að hafa náð 20 ára aldri. Gestrisnin var góð og var séð vel um að við yrðum aldrei þyrstir á meðan á náminu stóð.

Námið var aðallega hráefni, bruggferlið og sögu bjórsins á íslandi. Það eru svo smakkaðir nokkrir bjórar sem þykja gefa nokkrum bjórstílum góð skil, námskráin er því vel skipulögð og gefur nemandanum góða yfirsýn yfir hvað bjórinn er og tengir okkur við bjórsögu íslands.

Auglýsing

Þó námið sjálft hafi verið einstaklega skemmtilegt og fræðandi, þá varð því miður svo að, sumir kunnu sig ekki og fóru heldur stíft í bjór drykkjuna á meðan námskeiðinu stóð sem varð öðrum nemum til ama, en það er eins og það er, að öðru leitinu til, þá var þetta klárlega einstök reynsla sem við mælum hiklaust með!

Það er því miður búið að loka Bjórskólanum, sjá nánar hér.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt