Bjórskóli Session Craft Bar

0
160

Ég hef nokkuð gaman af því að fara á bjórnámskeið/skóla, skiptir þá engu hversu „basic“ (eða ítarlegt það er). Ef námskeiðið er vel samsett, þá er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og var það engin undantekning að þessu sinni.

Fyrir þau sem ekki vita, þá er Session Craft Bar einn af flottari bjór börum landsins. Hefur fengið viðurkenningu frá einu virtasta bjór og brugg tímariti heims, eða Craft beer & brewing. Með eitt af glæsilegri dælu kerfum landins og gífurlega flott úrval af bjórum. Þá eru þeir með sér kælt herbergi fyrir bjórkútana sem þeir stæra sig á að vera þeir einu á landinu sem eru með slíka uppsetningu. Þeir viðurkenna þó að það getur reynst fallvalt með þunga bjóra eins og stout og aðra bjóra sem best er að njóta við stofu hita (12 – 15°C), það er því gott að panta tvo, einn sem má vera kaldur og setja stoutinn til hliðar og leyfa að hitna örlítið, en alla vega..

Nú, gefið að Session Craft bar höfðu ekki haldið námskeiðið í tvo mánuði, þá var kennarinn nokkuð ryðgaður í byrjun og fyrir utan smá tæknilega örðugleika þá fór skólinn hægt en vel af stað.

Efni skólans var um grunn atriði bjórsins, þ.e.a.s hvað er bjór, hvernig er bjór framleiddur og auðvitað hvernig á að smakka bjór, þar sem snert var á nokkrum bjórstílum.

Þrátt fyrir smá hnökra í byrjun, þá uppfyllti bjórskóli Session Craft bar (fyrir mína parta) allt sem góður bjórskóli þarf að hafa; hress kennari og gaman að hlusta á, góða og skýra stefnu í námsefninu, að kennari fái nemendur sína til að taka þátt og auðvitað, smakkað á námesefninu sem Session Craft bar hefur svo sannarlega nóg á að taka.

Ég verð að viðurkenna að ég átti pínu erfitt með mig þegar komið var áleiðis í smakkinu, þá fór bjór nördinn að urlast og langaði mig oft að koma mínu að sem hefur án efa reynt á þolinmæði kennarans (sorrý), verð að segja að hann stjórnaði þessu nokkuð vel, sýndi mikla þolinmæði og hélt sínu striki þrátt fyrir nokkrar „ábendingar“ frá mér sem og öðrum í hópnum.

Myndi ég mæla með þessu námskeiði? Já, ég myndi mæla með þessu fyrir þau sem vilja grunn í bjórfræðunum, jafnvel bjórnörd eins og ég græddi á þessu, eða eins og máltækið segir; svo lengi lærir sem lifir. Þú færð svo hágæða bjór sem nær hátt upp í gjald námskeiðisins sem er 5900 kr. Myndi ég mæla með þessu fyrir lengra komna, það er svo aftur annað mál, ekki nema þú hafir gaman af bjórnámskeiðum og hefur ekkert á móti því að rifja upp þessi fræði, þá væri kannski betra að sækja námskeiðið „Eini viðurkenndi Cicerone-inn í þorpinu„.

Flott námskeið, skemmtilegur kennari. Flottur bjór og yfir allt, einn flottasti bjórbar landsins, hvað annað getur maður beðið um.

 

 

 

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt