Bjórskóli Ölgerðarinnar hættir

0
103

Ég byrja árið með grein sem er heldur í sorglegri kanntium en, samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni (Bjórskólanum), þá mun Bjórskólinn hætta að kenna almenningi núna um áramótin, í tilkynninguni segir;

Auglýsing

En fremur segir í tilkynninguni að þeir sem eigi inni gjafabréf geti haft samband við gjaldkerar@olgerdin.is til að fá endurgreitt.

Það truflar mig pínu að þeir skuli segja „Okkur tókst að breyta bjórmenningunni…“ líkt og þeir hafi einir setið að því, en vissulega skal gefa hrós þar sem við á og þar eiga þeir stórt hrós skilið. Ég vill þó meina að það hafi verið mjög margir sem komu þarna að, en dæmi hver fyrir sig.

Við hér á Bjórspjallinu erum að vonum ekki ánægðir með þessa þróun, enda eins og þeir sjálfir segja, „eftir þrotlaust frumkvöðlastarf í heilan áratug, sem hefur skilað fleiri en 30 þúsund útskrifuðum bjórsérfræðingum“, þá hafa þeir skilað talsverðum árangri. Þó svo að það sé mikið meira námsefni til áður en fólk geti kallað sig bjórsérfræðing, þá var þetta engu að síður mjög góð byrjun, eitthvað sem margir hafa byggt áhuga sinn á og vaxið enn frekar hefði það ekki verið fyrir Bjórskólann.

Bjórskólinn er þó ekki alveg hættur, eins og sjá má í tilkynningunni. Munu þeir einbeita sér að „æðri“ menntun í kjölfarið og bjóða þá eingöngu fagaðilum í veitingageiranum að koma og mennta sig. Ég fékk þó skilaboð frá þeim þar sem þeir segja „Því miður mun aðeins svokallað Bjórþjónanámskeið vera í boði og þá fyrir þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Ölgerðina“. Við vonum þá þrátt fyrir þessa takmörkun að bjórmenningin muni halda áfram að dafna í rétta átt.

En þó Ölgerðin hafi ákveðið að loka á þennan kafla bjórskólans, þá eru enn námskeiði sem hægt er að sækja sér innan bjór menningarinnar og er þar helst að nefna Eini viðurkenndi Ciceron-inn í þorpinu sem Brewdog Reykjavík og Hjörvar Óli halda, mæli hiklaust með því.

Það er þó ákveðinn söknuður með að sjá þetta námskeið hverfa, enda sóttum við hér á Bjórspjallinu námskeiðið þegar bjórspjall var að byrja, eða um 2010, það eru því næstum komin 10 ár síðan við gengum í skólann og fengum innblástur fyrir ótrúlega miklu sem við erum þeim afskaplega þakklátir fyrir. Synd að við fengum ekki tækifæri til að fara í framhaldsnámið.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt