Bjórhátíð Bjórspjalls 2013!

3
444

Listakonan á bak við merkið er Arna Dögg Tómasdóttir.

Laugardaginn 7 september, var bjórhátíðin, Hátíð Bjórsins haldin á Kaffi Duus, Duusgötu 10, 235 Reykjansbæ.

Auglýsing

Þau brugghús sem komu;

Bruggmsiðjan; Október kaldi, Kaldi Ljós, Kaldi dökkur.
Steðji; Steðji Lager, Steðji Reyktur, Steðji Jarðaberjabjór, Steðji Kóróna, Steðji dökkur og ósíjaður Jóla Steðji.
Víking / Einstök; Carl Special o, Grimsbergen ljós og dökkur
Ölgerðin / Borg Brugghús; Sáu sér ekki fært að mæta.

Hátíðin fór mjög vel fram, mikið af nýju áhugafólki, má þakka Ella (Erling Þór Erlingssyni) fyrir með það, þar sem hann stóð í andyri Kaffi Duus og kynnti bjórhátíðina fyrir fólki sem hafði ekki annars spáð út í að mæta, er óhætt að segja að margir fundu sér nýja og spennandi bjóra og vonandi einhvern nýjan uppáhaldsbjór.

Veðrið sett því miður stórt strik í reikninginn, varð því fjöldi gesta ekki eins ákjósanlegur eins og við mátti búast, það var samt góður straumur á meðan hátíðini stóð, fámennt en góðmennt 🙂

Við viljum nota tækifærið og þakka brugghúsunum fyrir frábært innlegg! Voru vægast sagt, æðislegar kynningar hjá t.d. Steðja, sem mættu í þýskum þjóðbúningum, tala nú ekki um glæsilegt úrval af bjórum, enda var öll vörulína Steðja á kynningunni og Víking var mjög rausnarlegur og gaf flott glös með Grimbergen bjórnum ásamt derhúfum. Bruggsmiðjan stóð auðvitað fyrir sínu með einstaklega flottu úrvali bjóra að vanda og fékk mikið hrós fyrir.

Við viljum einnig þakka þeim sem aðstoðuðu okkur við að skipuleggja hátíðina og Kaffi Duus fyrir að lána okkur aðstöðuna.

Fyrir þá sem ekki vita, þá héldum við fyrstu bjórhátíðina okkar 2011 á Ránni, Reykjanesbæ, komu þá 6 af 8 brugghúsum landsins, eða Bruggsmiðjan, El Grilló, Mjöður, Víkingur (Vífilfell), Ölgerðin / Borg Brugghús og Ölvisholt. Voru smakkaðir 19 bjórar, þar á meðal Vatnajökull og Pele sem voru bruggaðir við sérstakt tilefni. Að okkur skilst, þá var þetta fyrsta bjórhátíð af þessu tagi sem haldin hefur verið á Íslandi (hvort það sé rétt, það látum við sagnfærðingum eftir 😉 ) og í kjölfarið hafa tvær nýjar bjórhátíðir litið dagsins ljós.

3 ATHUGASEMDIR

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt