Bjórhátíð Bjórsetursins

0
334

Seinustu helgi, 7 – 8 september, var hin árlega bjór hátíð á hólum og var hátíðin haldin af Bjórsetri Íslands.

Er þessi hátíð vægast sagt ein af þeim skemmtilegri sem ég hef komið á í langan tíma, enda einstakt að komast í sveitina og halda heima menn uppi eindæma fjöri á meðan stendur. Er þetta í annað sinn sem þessi hátíð var haldin og verð ég að viðurkenna að ég bjóst við ca 300 manns, en það reyndist nú ekki vera, enda komu rétt um 60 manns (að ég gat talið), en það var alls ekki slæmt, síður en svo, því þetta hefði ekki mátt vera mikið stærra miðað við aðstöðuna, en hátíðin sjálf fór fram í íþróttasal hólaskóla.

Auglýsing

Það var einstaklega gaman að sjá hvað brugghúsin tóku vel undir þetta, enda komu öll brugghúsin nema eitt, þ.e.a.s. Borg brugghús ásamt ölgerðinni, Víking, Gæðingur og Kaldi. Ölvisholt komst því miður ekki. Það voru kynntir rúmlega 20 bjórar, þar á meðal tilraunabjórar eins og Funky dunkel frá Gæðingi. Lúðvík, Myrkvi, Quadrupal frá Borg brugghús. Oktoberfest frá Bruggsmiðjunni (Kaldi), svo fátt eitt sé nefnt.

Þeir hjá Bjórsetrinu sýndu svo hvað þeir höfðu verið að brugga og gáfu gestum hátíðarinnar að smakka IPA og annan sem þeir voru ekki búnir að skilgreina né gefa nafn, að mér skildist.

Það voru ekki bara bjórar sem var smakkað á, heldur einnig heimatilbúnar Bradwurst og Currywurst pylsur ásamt meðlæti.

Bjórsetrið sjálft, var svo opið gestum hátíðarinnar svo og almenningi og er óhætt að segja að það finnist hvergi betra úrval af microbrew á norðvesturlandi eins og á Hólum í Hjaltadal, sem er þeim mikill sómi en um leið afskaplega sorglegt að ekki fleiri sjái sér fært að bjóða upp á betri bjórmenningu á svo stóru svæði og jafnvel þótt víðar væri leitað.

Keppt var í kútarallý þar sem keppendur þurftu að nota fæturnar til að velta bjór kút (í boði víking) í gegnum afmarkaða braut og sá vann sem komst í gegnum brautina á sem styðstum tíma. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, eða inneign á Bjórsetrinu.

Ég get eindregið mælt með þessari hátíð og vona að hátíðin eigi eftir að lifa í mörg ár. Þeir voru mjög gestrisnir hjá Bjórsetirnu, greinilega farið mikill og góður undirbúningur í hátíðina. Við viljum að lokum, nota tækifærið og þakka Bjórsetirnu fyrir glæsilega hátíð.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt