Bjórgarðurinn opnar á Höfðatorgi í Reykjavík

0
309

Bjórgarðurinn opnar í byrjun júní við Höfðatorg en fréttirnar ættu ekki að hafa farið framhjá neinum. Ætlunin er að fanga eins konar New York götumenningu á Bjórgarðinum þannig að upplifun gesta verði sem best, bæði fyrir augu og bragðlaukana. Lifandi tónlist verður til staðar um helgar og á vel völdum kvöldum vikunnar.

Bjórgarðurinn er fyrir unnendur bjórs en það er ekki síður mikilvægt að bera fram rétta matinn meðfram rétta bjórnum og þannig hámarka matarupplifunina en þeir Bjarni Rúnar Bequette og Jón Angantýsson munu leiða það starf í samstarfi við Pylsumeistarann. Sérstök áhersla verður lögð á pylsur á Bjórgarðinum ásamt öðrum réttum en matarupplifunin er nátengd bjórnum sem boðið verður upp á.

Auglýsing

Það er viss list að kunna að para saman bjór og mat og það getur verið ógleymanleg matarupplifun að velja rétta matinn með rétta bjórnum. Kolsýran í bjórnum hreinsar „palettuna“ milli bita þannig að veislan endurtekur sig við hvern munnbita. Til þess að þú njótir til fullnustu nautarifjanna þá er kryddmikill porter bjór punkturinn yfir i´ið, sama á við okkar einstaka andarsalat sem passar einstaklega vel við belgíslan súrbjór. Einnig verður hægt að velja sér ýmis tegundir osta af ostavagninum ásamt þurrum síder eða barley wine til að njóta með og hámarka upplifun bragðlaukana.
Starfsfólkið á Bjórgarðinum mun aðstoða gesti staðarins þegar kemur að þessari pörun. Það er klassískt að njóta góðrar nautasteikur með góðu rauðvíni en það er ekki síður gott að njóta hennar með vel völdum bjór, t.d. væri saison bjór með ríkulegum kryddtónum gott val fyrir nautasteikina. Bjór er svo hægt að nota við matargerðina sjálfa. Bláskel gufusoðin upp úr porter er alveg jafn góð upplifun og reyktur bjór með grillmatnum.

Bjórgarðurinn verður starfræktur í húsakynnum Fosshótel Reykjavík, 320 herbergja fjögurra stjörnu hóteli sem jafnframt verður það stærsta á landinu, sem opnar samhliða staðnum við Þórunnartún 1. Bjórgarðurinn verður sannarlega samkomustaður bjór- og matarunnenda.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt