Bjór

0
992
Beer barrel with beer glasses on a wooden table. The dark background.

Bjór

Gullna guða veigin bjór hefur verið á meðal vor í nokkur þúsund ár og eins og með hænuna og eggið, þá eru deildar skoðanir um hvað kom fyrst, bjór eða brauð? En betri spurning er kannski, hvað er bjór? Bjór er blanda af nokkrum lykil hráefnum þ.e.a.s vatn, bygg, humlar og ger.

Vatn

Ekkert af þessum 4 hráefnum er eins mikil undirstaða eins og vatnið. Bjór getur verið allt að 97% vatn. Þegar kemur að því að brugga bjór þá er talað um mjúkt vatn og hart vatn.

Auglýsing

Mjúkt vatn inniheldur lítið af steinefnum jafnvel lítil sem engin, en hart vatn inniheldur aftur mikið af steinefnum og þá oftast einhverju einu steinefni t.d kalki og s.frv.

Það eru ekki bara steinefni sem skipta sköpum, heldur getur t.d klór einnig gert það, þar sem mörg vatnsból í t.d. Bandaríkjunum eru klór bætt til að koma í veg fyrir ýmis smit sem geta borist með vatni, þá þurfa brugghúsin að sjá við þessu og fjarlægja klórinn úr vatninu áður en byjað er að brugga, þ.e.a.s bjór er oft bruggaður miðað við hvaða steinefni er að finna í vatninu.

Kalk getur haft mikla þýðingu og bæta brugghús stundum kalki við vatnið, kalkið getur hjálpað til við minnka pH gildi vatnsins og getur það hjálpað mikið þegar verið er að meskja og sjóða vortinn.

Önnur steinefni eins og t.d. járn og sink, þó sérstaklega sinkið, geta skemmt bjórinn þar sem það getur gefið málm bragð og jafnvel verið eitrað fyrir gerið í stórum skömmtum.

Korn

Fyrir utan vatnið, þá er byggið mikilvæg undirstaðan, án byggs, þá væri enginn bjór, jafnvel humlarnir eru ekki eins mikilvægir og vatnið og byggið.

Byggið er þó ekki notað beint af akrinum, það þarf fyrst að malta það. Að malta er ferli þar sem kornið er látið spíra upp að vissum púnkti og þá er það þurrkað, hitað og jafnvel ristað til að stoppa fræið af áður en það spírar meira og eftir því hvernig það er meðhöndlað þ.e.a.s hitað, ristað og s.frv þá gefur það korninu mismunandi bragð eiginleika.

Að meðhöndla kornið á þennan hátt er ekki einungis bragðsins vegna, heldur einnig til að fá kornið til að framleiða sterkjur og ensým. Ensýmin umbreyta svo sterkju í sykrur í meskjunarferlinu (en áður en maltaða kornið er notað i bjórinn, þá þarf að mala maltið án þess að huskið skemmist).

Eins og áður sagði, getur möltun gefið af sér ýmsar tegundir af malti sem er svo notað í ótrúlega margar tegundir af bjór. Smá dæmi um tegundir af malti má finna hér.

Humlar

Reyndar hafa humlar ekki alltaf verið í bjórnum, hafa mörg önnur krydd verið notuð á undan t.d. Mjaðlyng, fíflar, burdock og s.frv, sjá greinina „Gruit – Gömlu góðu bjórarnir„.

Humlar eru notaðir til að koma upp á móti við sætuna sem kemur af korninu. Humlar hafa verið þekkir sem krydd fyrir bjóra í mörg hundruð ár, eða síðan á 11 öld.

Humlar gegna einnig hlutverki rotvarnarefnis. Humlar hafa líka sefandi áhrif og er t.d gott að setja humla undir koddan sinn áður en farið er að sofa (en það skal þó getið að þú gætir vaknað með dúndrandi hausverk).

Þegar Reinheitsgebot (hreinleikalögin í Þýskalandi) var innleitt, þá hafa verið settar fram kenningar um að humlar hafi einmitt verið innleiddir til að róa fólk, en það er önnur saga.

Margir bjór stílar stóla á humla, sem dæmi, þá eru bjórar eins og IPA (Indian Pale ale t.d. Úlfur frá Borg brugghús) einstaklega humlaðir, enda má finna það á lyktinni og bragði hversu mikið magn af humlum er notað.

Ger

Gerið er svo síðasta en ekki síst af þessum hráefnum.

Ekki var mikið vitað um gerið lengi vel, enginn vissi í raun hvernig bjórinn gerjaðist eða hvað ylli því.

Egyptar notuðu t.d óbakað brauð til að starta gerjunini, en fyrir vikið, varð bjórinn hjá þeim einstaklega næringaríkur, en það eina sem þeir vissu og svo margir aðrir, var að eitthvað var til staðar sem kom gerjunini af stað.

Gerið skiptist í tvo flokka þ.e.a.s botn gerjun og yfir gerjun. Botn gerjun vísar til gers sem gerjast að mestu á botninum, það eru ger sem notuð eru í lager, en það er þó ekki einskorðað við það, slíkt ger getur verið notað til að brugga öl líka.

Yfir gerjun eru ger sem gerjast nær yfirborðinu, þau ger eru notuð í öl. Lager (botn gerjun) ger þolir minni hita og er oft látið gerjast við mjög lágt hitastig í lengri tíma, lager ger er hægt að nota vð 8 – 14°C, lager ger mun þó gerjast við hærra hitastig en það myndi skila svipuðu bragði og er í öli.

Öl ger (yfir gerjun), eru meira hitakærari og er oftast látið gerjast við stofu hita eða 19 – 25°C. Við lægri hita, þá verður gerið frekar tregt og gerjast hægt og illa. Yfir sumar tíman er kjörið að brugga öl vegna hitans, en á veturnar, þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af lágu hitastigi því það er kjörinn tími til að skella í lager.

Ger getur skipt sköpum um hvernig bjórinn kemur út á endanum. Ger getur skilað alls konar bragði i bjórinn og brotið niður óæskileg efni í bjórnum sem annars gætu skemmt bjórinn t.d eru dæmi um að bjór sem smakkast afskaplega illa eftir fyrri gerjun, hafi lagast til muna eða algerlega við seinni gerjun og hefur þá gerið náð að brjóta niður þau óæskilegu efni sem hafa þá valdið óbragðinu.

Bjór ger er mjög lífseig lífvera, sumir bjór gerlar geta gerjað bjórinn upp í allt að 22%, en flestir gerlar væru dauðir löngu áður en að því kæmi.

mikilfenglegasti drykkur sem sögur fara af

Bjór er ekki bara blanda fjögura grunn hráefna og allt í einu verður til bjór.

Bjór er langt frá því að vera auðveldur drykkur að búa til. Bjór er einn flóknasti og mikilfenglegasti drykkur sem sögur fara af og hefur mótað mannkynið á svo marga vegu að ótrúlegt þykir að fólk beri ekki meiri virðingu fyrir þessum gullna drykk.

Það sem þarf til að brugga góðan bjór, krefst mikillar kunnáttu og þolinmæði. Það eru liklegast fáir aðrir drykkir í þessum heimi sem kæmust með tærnar þar sem bjórinn hefur hælana.

 

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt