Bjór og heilsa

0
837

Það er alltaf eitthvað nýtt að koma sem bendir til þess að annað hvort, bjórinn sé hollur (í hófi) eða óhollur. Virðist þetta skiptast upp í 3 fylkingar, þeir sem dýrka bjórinn og geta ekki hætt að dásama bjórinn *hóst*, þeir sem finnst hann bara góður og nota hann sem vímugjafa og þeir sem fyrirlíta vín yfir höfuð og vilja helst innleiða áfengis bann aftur á Íslandi.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að við hér á bjórspjall.is erum forfallnir aðdáendur bjórsins og getum ekki fengið nóg, við drekkum hann þó í hófi og hafa rannsóknir leitt það í ljós að það getur haft mjög jákvæð áhrif á líkamann.

Við skulum því byrja á að skoða kostina:

 • Í nýlegum rannsóknum, eru sterkar vísbendingar um að bjórinn geti lækkað líkurnar á hjartasjúkdómum um allt að 31%!
 • Bjór getur hækkað HDL kólestrólið sem er víst góða kólestrólið.
 • Bjór getur minnkað líkurna um 40% að viðkomandi fái nýrna stein samkvæmt Finnskri rannsókn.
 • Bjór getur aukið beinþéttni og þá sérstaklega hjá konum.
 • Af því að bjórar eru bruggaðir úr vatni, korni, humlum og auðvitað geri, þá er mikið af vítamínum sem er í bjórnum, þá aðallega B6 vítamín og þar sem bjór getur verið allt að 97% vatn, þá er er það ekki af verri endanum. Bjór getur aukið B6 vítamín um allt að 30% í blóðinu sem ekkert annað vín eða sterkara áfengi getur. B6 vítamin lækkar amino acid homocysteine sem talið er að geti valdið hjarta áföllum sé það of mikið í blóðinu.
 • Bjór hefur róandi áhrif á líkamann, er það talið vegna humlana. En þetta leiðir til minnkaðs stress og margir sofa betur vegna þessa (við mælum þó ekki með að fólk fari að nota bjórinn sem svefn meðal).
 • Bjór er fitulaus og kólestról frír (en það er þó alkóhól í bjór yfirleitt og er það gífurlega stór orkugjafi fyrir utan að vera ekkert svakalega holt fyrir lifrina í miklu magni, lifrin höndlar þó alkóhól mjög vel í littlu mæli).
 • Bjór hefur líka góð áhrif á aldraða einstaklinga. Bjórinn víkkar æðarnar og hjálpar til með svefn og þvaglát.
 • Japanar hafa meir að segja fundið út að bjór getur veitt ákveðna vernd gegn röntgen geislum.

Að meðaltali, þá inniheldur meðal bjór:
0 mg kólestról,
0 g Fitu,
13 g Kolvetni
25 mg sodíum
Prótein, kalsíum, kalíum, fosfór, vítamín B, B2 og B6.
Alkóhól (fyrir utan að það eru til alkóhól fríir bjórar)

OK… þá erum við búin að dásama bjórinn og komið að því að taka ókostina fyrir. Eins og þú átt eflaust eftir að taka eftir, þá á þetta meira við þá sem kunna sér ekki hóf þegar kemur að því að drekka bjór.

 • Beer belly eða bjór bumba. Þeir sem drekka bjórinn heldur stíft mega eiga það á hættu að fá bjór bumbuna sem margur maðurinn eyðir góðum tíma í að byggja yfir ævina.
  25.5.2012- Smá Uppfærsla; Samkvæmt nýlegri rannsókn, þá er víst búið að sýna fram á að, bjór er ekki að kenna þegar kemur að „bjór bumbuni“ marg rómuðu.
 • Brjóstsviði, bjór inniheldur nokkuð öflug efni sem geta valdið og / eða aukið brjóstsviða. Bjór getur líka slakað á þeim vöðvum sem halda aftur maga sýrunum og getur það valdið bakflæði, en það er þá gefið að bjórinn innihaldi humla, ef bjór er óhumlaður, þá er þetta ekki til staðar, en þá er líka spurning hvaða aðrar jurtir hafa verið notaðar í staðinn og hvort því fylgir eitthvað gott eða slæmt.
 • Ef neitt er um 40 gr. af alkóhóli á dag, þá getur það valdið háum blóðþrýstingi.
 • Svo mætti telja upp alla ókostina við alkóhól;
  Alkóhólismi (sem er þó ekki talið sem sjúkdómur, heldur þráhyggjuröskun, að okkur skilst), Slys sem verða vegna alkóhóls, alls kyns sjúkdómar sem geta verið af völdum alkóhóls, Alkóhól er talið hafa líka slæm áhrif á heilann og s.frv, en þess ber að geta að það er hægt að fá alkóhól frían bjór.
 • „Bjór vöðvar“ er fyrirbæri sem margur maðurinn hefur eflaust fundið fyrir. Eftir nokkra bjóra þá líður viðkomandi eins og hann gæti tekist á við allt og alla, svo er sannfæringa máttur bjórsins, sem svo aftur hefur skilið margann eftir sárann á jörðini.
 • Bjór gleraugun frægu eru jú, líka ókostur, held að flestir sem hafa lent á æðislegu stefnumóti á einhverju fylleríinu viti alveg um hvað það snýst, en svo eru margir sem eru mjög sáttir við það, kostur / galli?
 • Líkaminn getur ofþorrnað eins kaldhæðnislegt og það er (bjór getur verið allt að 97% vatn), vegna ofneyslu alkóhóls, veldur það svo aftur miklum höfuðverki daginn eftir.
 • Svo auðvitað þynkan sem fylgir óhóflegri neyslu.
 • Bjór inniheldur humla eins og flestir vita, en humlar innihalda phyto estrogen, eða plöntu estrogen (það kannast margir við kvennhórmónið estrogen). Margir sem stunda vaxtarækt reyna hvað þeir geta til að forðast þetta afbrigði af estrogeni, er það talið geta haft mjög slæm áhrif á líkama karla, gert þá ófrjóa, valdið hjartaáföllum og jafnvel krabbameini og eru til rannsóknir sem sýna fram á það, en það ber þó að varast slíkar fullyrðingar, því í þessum rannsóknum, þá var oft neytt mikils magns af phyto estrogeni og er það engan vegin í þeim hlutföllum sem fyrir finnst í bjórnum, reyndar er notað sáralítið af humlum í bjór miðað við magn og þá auðvitað gildir sú regla að drekka í hófi, reyndar eru til margar rannsóknir á móti, sem segja að í hófi, þá geti phyto estrogen haft mjög jákvæð áhrif á líkamann. En ef fólk hefur áhyggjur af þessu, þá mælum við með að fólk forðist eftirfarandi matvæli; soybeans (sojabaunir eru stútfullar af phyto estrogenum og er soja prótín oft notað í pylsur og annað sem uppfyllingarefni og inniheldur það sérstaklega mikið af phyto estrogen), tofu, tempeh, soy beverages, linseed (flax), sesame seeds, wheatberries, fenugreek, oats, barley, dried beans, lentils, yams, rice, alfalfa, mung beans, apples, carrots, pomegranates, wheat germ, rice bran, soy linseed bread, lupin, fava beans, kudzu, coffee, licorice root, mint, ginseng, hops, bourbon, fennel og anise (wikipedia)

Í raun, þegar spáð er út í það, þá er það aðallega alkóhólið sem ber að varast og þá auðvitað gildir sú regla að drekka í hófi, eða hreynlega að skipta yfir í óáfengann bjór, en það eru einmitt til mjög flottir óáfengir bjórar í dag, því miður, fást fæstir af þeim hér á landi.
Niðurstaðan er því sú að, það er í lagi að drekka bjór hóflega eins og með allt og í raun eru margar sterkar vísbendingar sem mæla með því að svo sé gert.
Hér er svo hægt að lesa smá greinar um áhrif bjórs á hjartað og beinin.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt