Bjór með mat

0
733

Nú erum við komnir með góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að smakka bjór og er því næsta skrefið að para bjór með mat. Það er óhætt að segja að sú list er afskaplega einstaklings bundin og ekkert sem heitir „réttast“ í þessum fræðum því, sama hvaða bjór er verið að drekka, bjórinn mun líklegast passa með matnum. Það eru þó auðvitað undantekningar frá þessari „reglu“ eins og með flest annað og það eru til grunn leiðbeiningar um hvernig gott sé að para bjór með mat, en það situr þó eftir að, það er alltaf best að prófa sig áfram því, smekkur fólks er eins misjafn og fólkið er margt, en ég get þó lofað því (sé gefið að viðkomandi drekki bjór), að bjór er miklu betri matar drykkur en rauðvín eða hvítvín, enda hægt að finna miklu meiri bragð tegundir (ef svo má segja) í bjór heldur en vínum almennt.

Hugsið um bjór eins og hvítvín eða rauðvín;

Þ.e.a.s. eins og hvítvín er drukkið með ljósum mat t.d. fisk og s.frv. Rauðvín er drukkið með rauðum / dökkum mat t.d. nautakjöti, lambakjöti og s.frv. Sama með bjór, lagerar / pale ales (ljósir, léttir bjórar), henta vel með ljósum mat og öfugt, öl (…og / eða dekkri bjórar / braðgmeiri), bjórar með meiri karakter, ef svo má segja, henta vel með dekkri mat, það má svo reyndar nota sætu ölin (bjórar sem innihalda meiri sykrur en venjulega) með sætum eftirrétum, það verður þó að passa sig að hafa bjórinn álíka sætan og eftirrétturinn er, annars mun eftirrétturinn yfirþyrma bjórinn.

Humlar í bjór (beiskja) = sýra í vínum:

Ef það er verið að leitast eftir vínum með meiri sýru til að fara með mat, t.d. til að drekka með mjög krydduðum eða „olíu“ kenndum mat, þá á að leitast eftir bjórum sem eru grösugir / í beiskari kantinum, það myndi samsvara vínum með mikilli sýru. Því meira sem þú vilt að vínið sé súrt, því meira viltu að bjórinn sé humlaður (beiskur / grösugur).

Fer vel með eða andstætt:

Reyndu að finna bjór sem vinnur vel með matnum t.d. mjög bragð mikil kássa með bragð miklu öli, eða prófaðu að fara í allt aðra átt og finna til léttan lager og prófa með þykkri rjómalagaðri súpu.

Hafðu bjórinn sætari en eftirréttinn:

Eins og áður nefndi í fyrsta liðinum, alltaf að reyna að hafa bjórinn sætari en eftirréttinn, annars áttu á hættu að vinna gegn eftirréttinum, reyndar er undantekninginn, súkkulaði, sem vinnur vel með flestum dökkum bjórum, jafnvel dry stout.

Hér fyrir neðan eru almennar leiðbeiningar um hvernig megi hugsanlega para bjór með mat;

  • Ljós lager/öl (pale ales) – Salöt, létta forréttir, fiskur / fiskiréttir.
  • India Pale Ales (IPAs) – IPA getur átt við aðeins bragðmeiri mat. IPA getur passað vel með mauksoðnu svínakjöti, pizzum, steiktum kjúklingi, léttum salötum og fiskiréttum. IPA fer einnig mjög vel með krydduðum mat.
  • Hveitibjórar (Hefeweizens / Wheat Beers) – Ávaxta réttir, salöt sem aðalréttir, korn salöt og eftirréttir sem hafa verið kryddaðir með mildum kryddum eins og kanill, clove og nutmeg.
  • Amber öl – Amber öl er góður milli vegur og passar með flestum mat; hamborgurum, grilluðum osti, steiktum kjúklingi, súpum og kássum.
  • Stout og Porter – Grillmat, kássum, potta steik, í raun, allar tegundir af kjöt réttum. Eftirréttir með súkkulaði eða espresso bragði henta vel.

Lifehacker

Það má líka taka það inn í dæmið að, mörg lönd brugga bjóra eftir því hvernig maturinn er t.d. lagerar henta vel með þýskum pylsum, breska ölið með flestum kráar mat og belgíski bjórinn getur tekist á við nánast allt.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt