Bjór maskínan (Beer Machine)

0
524

„Þessi vinsæla vara frá Bandaríkjunum hefur nú ratað til Íslands. Beer Machine bjórvélin er hvorki meira né minna en bylting á sviði ölgerðar, þökk sé þessu hugvitssamlega kerfi, sem við höfum einkaleyfi fyrir. Allt ölgerðarferlið á sér stað í lokuðu, loftþéttu íláti undir ákveðnum þrýstingi. Þannig er nokkuð öruggt að góður árangur náist, án þess að notendur séu útlærðir ölgerðarmenn. Ölgerðin er auðveld, gengur hratt fyrir sig og bjórinn verður eins ferskur og hugsast getur. Það eina sem þarf að gera er að hella 10 lítrum vatns í vélina, bæta út í innihaldi bjórblöndupokans, svo og gerinu sem fylgir með. Síðan skal loka vélinni. Gerjunin verður ákjósanlegust við 21-25 gráðu hita og hún tekur þrjá til fimm daga. Að gerjuninni lokinni skal kæla bjórinn niður í fimm til sex gráður. Þetta er auðveldast að gera með því að stinga vélinni allri inn í kæli. Bjórinn verður svo tilbúinn til drykkjar að loknum fjórum til fimm dögum í kæliskáp. Auðveldara getur það varla verið. Bjórvélin er sú eina sinnar tegundar sem gerjar, gæðir bjórinn kolsýru og gerir hann tæran, allt í einu og sama ferlinu. Áman“

Við fórum ekki alveg eftir leiðbeiningunum enda var gerjunin í um 8 daga hjá okkur og settum við tækið á 9 deginum í ískáp og fengum okkur að smakka á 10 deginum. Pössuðum við upp á að það væri alltaf jafn þrýstingur eða á bilinu 9 – 12 psi. Eftir 14 daga, þá var loksins kominn kolsýrungur í bjórinn (ekki mikill samt) og var ekki eins skýjaður. Eftir u.þ.b. mánuð var bjórinn orðinn tær, en bragðið var heldur sætt og alls ekki eins og ætti að venjast, kolsýran var þó einhver en fer ekki yfir ákveðið magn að er virðist og verður því ekki eins og bjór í flösku eða dós.

Bjórgerðarefnið sem fæst í tækið, a.m.k. það sem fylgdi tækinu, var Amerískur lager, var enn dýsætur eftir gerjun, var ekki langt frá því að vera jólaöl með engri kolsýru. Það var vel hægt að sætta sig við að drekka bjórinn svoleiðis þar sem engin beiskja var í bjórnum. Fyrir utan þetta, þá kostar hver extrakt poki um 3690 kr.- og skilar það 10 lítrum af bjór, það er um 369 kr.- líterinn eða 184,5 kr.- hálfur lítri, saman borið við all grain, þá kostar það frá 4500 – 8500, eftir hvaða sett er keypt og frá hverjum, en er þá miðað við að það komi 20 – 25 lítrar og er þá líterinn að meðal tali á 289 kr.-, það er því annsi mikill munur þarna á og gæðin töluverð, en á móti kemur að það er minni vinna við að brugga í Beer machine.

Það er vel hægt að brugga bjór í tækinu en myndum ekki treysta því að kolsýran haldist í bjórnum eftir gerjun, jafnvel þó svo að það sé skotið inn á tækið. fyrir utan það, þá er oftar en ekki gott að fleyta bjórnum í seinni gerjun eða á flöskur þar sem gerillinn þarf að full vinna bjórinn, ef svo má segja, skilar það oft betri bjór. Þetta tæki er ágætt til síns brúks, myndum þó frekar mæla með því að nota það sem gerjunar ílát og ferja svo á flöskur, sem er nokkuð einfalt þar sem það er krani á tækinu. Vatnslásinn á tækinu er líka sífelt að þorna upp þar sem hann er svo grunnur, það þarf því að fylgjast mjög vel með því.

Verðið á þessu tæki hefur hækkað svo mikið undanfarið að okkur finnst það ekki réttlæta kaup á þessu tæki, því gáfum við mínus á virði tækisins.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt