Bjór, magnaðisti drykkur heims!

2
689

Það hafa flestir heyrt um að bjór sé einn elsti drykkur heims, jafnvel sá elsti og höfum við heyrt aldurstölur eins og 3000 – 7000 ára gamall, þetta virðist þó vera allt á reiki og greinilega ekki allir sammála um hvað bjórinn er gamall. Hins vegar hafa fundist í elstu ritum heims yfir 160 orð yfir bjór, sem er meira en inúítar og eskimóar hafa yfir snjó. Bjór hefur einnig verið gefinn sá heiður (eða það er ein kenningin og kannski sú skemmtilegasta og ætlum við að henda því fram hér þó það megi deila um margt í þeim efnum) að vera grundvöllurinn fyrir siðmenningunni þ.e.a.s. þegar bjórinn var fundinn upp, þá var viljinn svo mikill fyrir meiri bjór að fólk hætti hirðmennsku og fór í akuryrkju til að rækta bygg og þá urðu til samfélög og út frá bjórnum / akuryrkjuni kom plógurinn, þar sem það þótti ekki nógu hagkvæmt að reka prik í jörðu og sá fræjum. Stærðfræðin er meira að segja sögð hafa orðið til vegna bjórs, því fólk vildi auðvitað deila landsvæðum / eignum og þá þurfti að finna aðferð til að deila því sanngjarnt. Ritað mál á svo að hafa verið fundið upp til að hægt væri að skrá niður bjór uppskriftir og verslun með bjór. Vitað er að bjór hjálpaði mikið til og væru t.d. pýramídarnir í Egyptalandi ekki til ef það væri ekki fyrir bjór (fyrir utan það að það er mjög mikið talað um bjór í pýramiddunum og hvað hinir og þessir höfðingjar vildu fá mikið af bjór í eftirlífinu og svo auðvitað hvernig bjórinn var búinn til), því hver og einn starfsmaður fékk borgað í bjór á meðan byggingu stóð, sá bjór var reyndar bruggaður úr brauði þar sem þeir voru ekki alveg vissir hvaðan gerið kom, en það varð til þess að sá bjór var einstaklega næringa ríkur. Egyptar kenndu svo ýmsum þjóðum þessa list og voru t.d. herir Rómar gefið bjór til að efla baráttu andann (sigurinn var vís eftir einn öl eða svo). Í gegnum söguna hefur bjór líka bjargað mannslífum þar sem ekki var óhætt að drekka oft vatn þar sem það var tekið úr mjög sýktum tjörnum, vegna þess hvernig bjórinn er framleiddur, þá var loksins hægt að neyta vatnsins, en það var aðallega vegna þess að fólk vissi ekki að það ætti að sjóða vatnið fyrir neyslu sem er einmitt gert þegar verið er að brugga bjór, fyrir utan að vatnið er síað. Margar skrýtnar sögur hafa líka komið til vegna bjórs eins og t.d. flóðbylgjan 1814 í London, þegar 3500 tunnur af bjór sprungu og olli það flóðbylgju sem eyðilagði 2 hús og 9 manns létu lífið. Pílagrímsfarar í skipinu Mayflower, gerður sér leið til Plymouth rock í stað Virginiu (sem er pínu úr leið) sérstaklega til að verða sér úti um bjór þar sem þau treystu engum öðrum drykk, því þaðan sem þau komu, var vatn sýkt og fólk gat auðveldlega látist af völdum þess.

Bjór var líka ástæðan fyrir því að fjöldaframleiðsla varð til og kæligeymslur. Margir halda að Ford hafi verið fyrstir með færibandið en staðreyndin er sú að, bjórinn var 10 árum á undan með fjöldaframleiðsluna / færibandið. Ef það hefði ekki verið fyrir bjórinn, þá værum við líka eflaust mun aftarlega á merini með kæla, þar sem bjórfraleiðendur vildu finna upp á kælum sem gætu leyst af hólmi dýra klaka sem erfitt var að framleiða og dýrt að flytja, því var fyrsta kælivélin fundin upp fyrir bjóriðnaðinn.

Louis Pasteur, sá sem uppgötvaði gerla, gerilsneyðingu og lækningu fyrir marga sjúkdóma, margir tengja hann við gerilsneyðingu á mjólk, en staðreyndin er sú að bjórinn var gerilsneyddur á undan mjólkinni, hann var einmitt að leita eftir ástæðum þess hvers vegna bjór skemmdist þegar hann uppgötvaði gerlana, hann uppgötvaði sem sé að, bjór er “lifandi”. Uppgötvaði hann t.d. að Lactobacilus var ein af ástæðunum fyrir því að bjór verður sýrður og s. frv. Bjórinn varð sem sé til þess að margar af stærstu uppgötvunum læknisfræðinar urðu til. Það var svo einn þjóðbálkur sem “smitaði” óvart bjórinn sinn með sýlalyfinu tetracyclin og var því bjórinn hið fínasta sýklalyf fyrir utan þá ánægju að neyta hans, þetta uppgötvaði einn fornleifa fræðingur og var mikið efast um þetta hjá honum þangað til sönnunin fannst í beinum eins af ættbálknum, en beinin voru þéttsetin af þessu sýklalyfi og eina leiðin sem þetta gat hafa borist í fæðuna var vegna bjórsins, þar gat sýklalyfið verið án þess að missa virkni sína.

Bjór var líka ein af ástæðum þess að þjóðir eins og Bandaríkin urðu til, þ.e.a.s. þegar uppreisnar menn komu saman og drukku öl, þar ræddu þeir um að skapa sjálfstæða þjóð og þetta sama kvöld, röltu þeir sér niður að höfn Boston og hentu stórum förmum af tei í höfnina sem er eitt af frægustu augnablikum í bandarískri sögu. Jafnvel þjóðsöngur bandaríkjana er eftir breskum drykkju söngi, To Anacreon in heaven, ef viðkomandi gat sungið þetta sérlega erfiða drykkjulag, þá mátti viðkomandi fá annan umgang af bjór. Lagið hins vegar var mjög vinsælt á meðan bandarísku byltinguni stóð og sömdu margir texta við lagið en enginn texti varð eins vinsæll og texti eftir lögfræðinginn Francis Scott Key, The Star Spangled Banner, sem er einmitt þjóðsöngur Bandaríkjamanna. Fyrir utan þetta, þá voru allir helstu “stofnendur” bandarikjana, Tom Jefferson, George Washington og Samuel Adams allir miklir bruggarar.

Bjór hefur verið notaður sem gjaldmiðill í fjöldamörg ár eins og áður nefndi, við byggingu píramídda og jafnvel kirkjan notaði bjór sem ákveðið aðdráttar afl jafnt sem söluvöru. Kirkjan seldi grimmt bjór á árum áður og varð mjög rík af því, fyrir utan að lokka fólk til sín með því að lofa bjór eftir messur sem lokkaði marga nýliða. Bjór er einn þekktasti drykkur heims á eftir te / kaffi og vatni og sjálfsagt einn af útbreyddastu drykkjum heims. Bjór er líka einn af flóknari listum til að nema, það að brugga bjór getur verið ótrúlega flókið og þungt ferli og krefst mikillar skipulagningar ef vel á að takast til (skiptir t.d. máli hvaða ger er notað, hitastig er verið að gerja við, hvaða stíl á að brugga, hvaða bygg og humla á að nota, jafnvel vatnið getur skipt máli og svo mætti lengi telja). Þegar verið er að framleiða bjór, þá er gerð sú krafa að hann bragðist alltaf eins (ólíkt því sem rauðvín og hvítvín eru, árstíðarbundin) og er það því annað sem gerir framleiðsluna erfiða. Byggið sem er notað í bjór, er alltaf hágæða bygg, má ekki vera mismunandi á milli ára eins og með þrúg. Aðeins 10 af heimsframleiðslu byggs má nota í bjór.

Lög hafa jafnvel verið búin til í kringum bjór / bruggun bjórs, eru frægustu lögin án efa Reinheitsgebot, eða “hreinleika lögin”, þessi lög voru fyrst sett fram 1487, en samþykkt 23. apríl 1516 í Ingolsdadt, Bavaria. Þessi lög kveða á um að það megi einungis nota vatn, bygg og humla, en þar sem ger var ekki þekkt á þessum tíma þá er það eiginlega sjálfgefið að það tilheyri þessum lögum. Jafnframt mátti einn “Maß” af bjór ekki kosta meira en 1 – 2 pfenning (einn Maß er i dag nákvæmlega 1 líter), reikni nú hver fyrir sig hversu ódýr sá bjór var. Þessi lög eru þó ekki enn í gildi en þess í stað voru sett önnur lög 1993 í þýskalandi ( Vorläufiges Deutsches Biergesetz (Provisional German Beer-law of 1993 ) sem rýmkuðu aðeins til með hráefni og bættu þar með á listann ger, hveiti malt og reyr sykur, en bönnuðu þó notkun á ómöltuðu byggi.

Óhætt er að segja að, enginn annar drykkur fyrir utan auðvitað vatn, sé jafn magnaður og Bjór. Bjór er og verður ávalt stór partur af sögu / menningu heimsins og við viljum hér á Bjórspjall.is leggja okkar af mörkum við að viðhalda þessari ríku hefð og sögu.

 

Heimildir;

http://www.contemplator.com/america/anacreon.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Ma%C3%9F

http://en.wikipedia.org/wiki/Reinheitsgebot

Discovery Channel – how beer saved the world

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt