Bjórglös

1
1171

Hvers vegna á að drekka bjór úr glasi frekar en flösku? Fyrir það fyrsta, þá nýtur bjórinn sín betur í glasi þ.e.a.s. það er hægt að sjá betur áferðina á bjórnum (ljós, dökkur, gullinn og s.frv.)og finna lykt / ilm og bragð betur. Bjór í flösku gefur ekki alveg 100% rétta mynd af hvernig bjórinn lyktar, smakkast og hvernig áferð bjórinn hefur (sé gefið að flestir bjórar koma í lituðum flöskum) fyrir utan að mörg bjórglös eru hönnuð til að grípa fegurð bjórsins ef svo má segja t.d. glös fyrir Lager bjóra eru meðal annars hönnuð með það í huga, að sýna loftbólurnar stíga upp frá botni glassins, sem á að gefa til kynna fersleika bjórsins.

Meðhöndlun bjór glasa er mjög mikilvægt því ef bjórglas er óhreint, þá kemur engin froða fyrir utan að bragð, lykt og allt annað skekkist. Að þvo bjórglös er líka mikilvægt, því það má helst ekki notast við venjulega sápu sem allt annað leirtau á heimilinu er þvoð upp úr, því sú sápa getur skilið eftir filmu innan á glasinu vegna ensima sem eru í sápunni sem getur skemmt froðu bjórsins þ.e.a.s. það kemur minni eða engin froða þegar helt er í glös sem hafa verið þveginn með venjulegri sápu, það eru þó deildar skoðanir um þetta, sumir sjá ekkert að því að þvo glösin úr uppþvottalegi, aðrir vilja meina að þetta skemmi mikið fyrir. Hörðustu bjóráhugamenn þvo jafnvel glösin sín með bökunar sóda og/eða eins og myndbandið hér að neðan gefur til kynna. Þetta á þó ekki við um uppvöskunarvélar.

Hér er svo myndband um hvernig Coors myndi vilja sjá bjórglös meðhöndluð;

Margir kjósa að kæla uppáhalds bjórglasið sitt í frystir áður en helt er bjór í glasið, ef einhver býður þér upp á slíkt glas, þá væri ráðlagðast að hafna því þ.e.a.s. ef þú vilt njóta bjórsins til fullnustu, þar sem, ef á að smakka kaldan bjór, þá tapast/dofnar bragðið til muna (þetta er allt í lagi ef á að svala þorsta, en ekki ef á að smakka), þó mörg brugghús mæla með því að bjórarnir frá sér skuli njóta við 2 – 4°C, þá verður að taka það til greina að, bjór nýtur sín best í hitastigi sem er nálægra stofuhita, góð þumalputta regla er að bjór skuli neyta með því að leggja saman 2 – 3°C við alkólmagn bjórsins þ.e.a.s. ef bjórinn er 5%, þá myndi kjör hitastig bjórsins til drykkju vera um 7 – 8°C, það er þó ekki þannig að ef bjórinn er 40% þá eigi að drekka hann við 42 – 43°C, miðað er við að stofuhiti eða um 12 – 15°C, sé topp hiti, best er að fara eftir því sem brugghúsið mælir með ef það er til staðar.

Hvernig svo sem þessu öllu líður, þá er ástæðan fyrir mismunandi glastýpum að parti sú, sögulegt gildi, áferð / útlit bjórsins og auðvitað hvað varðar almenna skynsemi. Fólk ætti þó auðvitað ávalt að drekka bjór eins og því þykir best.

Pint
Pint (eða Becker, Nonic, Tumbler), Öl eða Ales eru oft borin fram í þessum glösum. Flestir kannast við þessu glös út á næstu krá. Pint glösin eru frekar breyð, víkka eftir því sem þau nálgast op glassins og eru oft með bugðu nálægt opinu. Kosturinn við þessi glös er vítt op sem gefur stærri kollu (stærra ummál), fyrir utan að vera ódýr í framleiðslu og auðvelt að geyma glösin sem er svo aftur ástæðan fyrir því afhverju barir nota þau helst.

Flute

Flute glös líka oft nefnd kampavínsglös, gefa sumum bjórum „stíl“. Lögun glassins gefur lengri líftíma á kolsýrunginn og gerir bjórin eilítið líflegri. Kosturinn við þessi glös er svo eins og áður nefndi, gerir bjórinn líflegri vegna þess hve ört kolsýrunginn streymir upp á við og lögun glassins sleppir angan / ilm frá bjórnum mjög fljótt.

Goblet (Chalice)
Goblet (Chalice), hentar vel fyrir sterkt öl. Margar tegundir eru til af þessum glösum, allt frá þykk glös með löngum hálsi yfir í þunn glös með stuttum hálsi. Sum þessara glasa eru hönnuð með það fyrir augum að halda 2 cm þykkri kollu sem lengst, þá er lögun glassins gerð þannig að það er stöðugur straumur af kolsýrungi sem viðheldur froðunni sem lengst. Kosturinn við þessi glös er oftast nær sjónrænt augnakonfekt en einnig til að viðhalda góðri froðu.

Mug (Seidel, Stein)
Mass / mug (Seidel, Stein). Þetta glas má nota fyrir flestar tegundir af bjórum, þó helst er það notað fyrir öl / ale. Þessi glös eru oftast mikil í sér / hafa mikinn massa og er vel til þess fallin að skála og þola mikinn hamagang. Seidel er þýska útgáfan og kemur oft með loki og er þá oftast keramik, það á rætur að rekja til þess tíma þegar svartidauði var og átti það að varna að flugur færu í bjórinn. Kostir við þessi glös er að það er auðvelt að drekka úr, getur innihaldið mikið magn af bjór og þola mikinn hamagang. Heyrði einnig þá sögu að, áður fyrr hafi þessi glös verið gerð viljandi þykk svo hægt væri að skála „harkalega“ svo það sullaðist yfir í næsta glas, þetta var gert á þeim tímum sem það var mikið um að eitra fyrir óvinum sínum og var það þa´til marks um að drykkurinn væri óeitraður að sulla yfir í glas þess sem bauð upp á drykkinn.

Pilsner glas
Pilsner glas (Pokal), er hátt og mjótt glas, til þess fallð að grípa kolsýrunginn og litabrigði / tærleika bjórsins og viðhalda kollu. Pokal er svo aftur Pilsner glas með fæti. Kostir við þetta glas er svo að sýna lit / tærleika bjórsins og kolsýrung. Ýtir undir að kolla myndist, ýtir undir angan af bjórnum.

Snifter
Snifter, oftast notað fyrir brandy og koníak. Þessi glös eru hinsvegar tilvalin til að grípa angann af sterku öli, fyrir utan að hafa möguleikan á að hræra til vökvan sem er í glasinu hverju sinni sem losar um ilm. Kosturinn við þessi glös er því, grípur og eykur ilm bjórsins. Þessi glös eru best til þess fallinn þegar á að smakka bjór.

 

Stange
Stange, hefðbundið þýskt glas, Stange þýðir prik eða „stick“. Þessi glös eru notuð til að bera fram bjóra sem þykir viðkvæmari í meðhöndlun en annar bjór. Stange dregur fram betri ilm og bragð í bjórnum og gefur því betri skil á humlunum og malti.

 

Tulip
Tulip glös, lögun glassins gerir það að verkum að það „grípur“ froðuna betur. Skoskt öl er oft borið fram í álíka glösum sem kallast „thistle glass“ sem er breytt útgáfa af Tulip glasinu til að líkjast skoska blóminu Thistle. Kostir glassins eru, gefur og eykur meira ilm úr bjórnum og stuðlar að mikilli kollu.

 

Weisen
Weisen glas, eða hveitibjórglas, þessi glös eru oft mjög stór og taka um hálfan líter af bjór. Þau eru til þess gerð að búa til flotta kollu og fyrir utan að sýna litbrigði bjórsins. Það þykir ekki gott að setja Lemon skraut á þessi glös því sítrónusýran „drepur“ froðuna. Kostir glassins eru, sérstaklega hönnuð til að geta innihaldið mikið af bjór og ýtir undir ilm efni (Banana líkur ilmur og phenol ilmefni) sem eru mjög einkennandi fyrir hveitibjóra.

 

Belgian Ale glas
Yfirstór vín glös… kannski ekki alveg það sem maður á að venjast með bjórglös en þau eru þó aðeins stærri en hefðbundin vínglös og er Belgískt öl oftast borið fram í þeim. Þessi glös eru mjög vel til fallin að mynda myndarlega kollu auk þess að ýta undir ilm bjórsins. Margir betri barir eru byrjaðir að nýta þessi glös undir Belgíska bjóra. Kostirnir við þessi glös eru þó aðallega umræðuefnin sem gætu komið upp í kringum þau.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt