Bill Coors látinn, 102 ára að aldri.

0
661

William Coors, betur þekkur sem, Bill Coors lést á heimili sínu, laugardaginn 13 október, 102 ára að aldri.

Bill coors byrjaði að vinna fyrir afa sinn 1939 í brugghúsi hans sem hét þá, Adolph’s brewing company, en 1959 þá þróaði brugghúsið fyrstu endurnýtanlegu ál dósina og sama þetta ár, þróaði Ermal Fraze tog flippann sem sum okkar könnumst vel við úr æsku okkar.

Auglýsing

Bill Coors vann hjá fyrirtækinu í 65 ár og vann því ötult að því að gera fyrirtækið að því sem það er í dag, eða MillerCoors, en það er talið að það eigi um 24% af bandaríska bjór markaðinum og kemst enginn nær því nema Anheuser-Busch.

Bill Coors var nokkuð umdeildur eins og margir í hans stöðu. 1984 þá hélt hann námskeið fyrir Minority Business Development Center í Denver og þar átti hann að hafa sagt í óæfðri ræðu sinni og hafði víst ekki hugsað þetta til enda, „…ancestors were dragged here in chains against their will… I would urge those of you who feel that way to go back to where your ancestors came from, and you will find out that probably the greatest favor that anybody ever did you was to drag your ancestors over here in chains, and I mean it.“ Næsta dag, þá baðst hann afsökunar á þessum ummælum og baðst einnig afsökunar á því hvað hann var tillitslaus, en hann bætti því einnig við að þetta hafi verið tekið úr samhengi af fréttablaðinu Rocky Mountain News sem hann svo kærði fyrir ærumeið.

Það er eflaust hægt að segja meira um manninn og bjórinn, en margir bjór unendur eru eflaust engir aðdáendur Coors, né annara bjóra sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða, en Coors er risi í söguni og á sér mjög áhugaverða sögu og átti Bill Coors stórann þátt í því, jafnt sem að vera brautriðjandi í þeirri tækni sem er enn notuð í dag og fyrir það eigum við þeim nokkrar þakkir.

Hér er örlítið sýnishorn úr sögu Coors, eins og nefnt er í myndbandinu, þá vilja þeir meina að þeir hafi verið eitt af fyrstu craft brewery í US, sem byrjuðu smátt og enduðu stórt eins og mörg Craft brewery eru að gera í dag, hvort það sé málið eður ei, það leyfi ég öðrum um að dæma.

Hér er svo smá stikkla úr heimildarmynd sem var gerð um hann

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt