BIAB – Brew In A Bag

1
601

BIAB, eða Brew In A Bag, er nokkuð skemmtileg lausn til að brugga á mjög einfaldan hátt. Í þessari grein ætlum við að fara yfir hvernig þú getur bruggað heima hágæða bjór, einfaldlega með léreftis poka og stóra pottinum sem mamma þín notar annars undir hangikjötið.

Förum aðeins yfir hvaða tæki og tól þú þarft;

 1. Stór pottur. í það minnsta 30 lítra pott. En auðvitað má nota stærri potta, en ath, ekki nema það sé settur krani við botn stærri pottana, þá verður heldur erfiðara að losa pottana í gerjunarföturnar.
 2. Léreftis poki / korn poka. Þarf helst að vera ólitaður og gerður úr bómull og/eða úr öðrum efnum sem þola mikinn hita og má nota í matargerð. Við mælum með að skreppa í IKEA og finna eitthvað gott efni í lín vörunum hjá þeim og sauma sjálf, mun ódýrara en annað.
 3. Sleif. Sterka og langa sleif sem þolir nokkuð álag.
 4. Hitamælir. Mælirinn verður að þola suðu.
 5. Sykurflotvog
 6. Gerjunarfötu með krana og annað tilheyrandi, mælum með byrjunar setti.

Og byrjar þá fjörið;

 1. Gott er að gera smá undirbúning, það er ekki nauðsynlegt, en gott. Gera prufu suðu með pottinn sem á að nota. Prufa hvað stillingarnar á eldavélini ná miklum hita t.d. ef það eru 3 hita stillingar (plús 3 hálfar stillingar), þá er gott að byrja á 1 og taka hitann og sjá hvað það nær, og svo koll af kolli. Með þessu, þá vitið þið nokkurn veginn hvað hver stilling nær að halda miklum hita.
 2. Sótthreinsið öll áhöld sem ekki verða soðin, þ.e.a.s gerjunar fötur, vatnslás, gúmmí þéttinguna, fleyti slönguna, sem sé, allt sem snertir bjórinn, á að vera sótthreinsað (og / eða eins hreinsað og hægt er).
 3. Byrjaðu á að undirbúa pottinn. Passaðu að potturinn sé hreinn. Það þarf ekki að sótthreinsa pottinn þar sem þú átt eftir að sjóða vatnið hvort sem er. Almennt hreinlæti ætti að duga svo bjórinn bragðist ekki af hangikjöti frekar en þú vilt það. Gott er að setja einhverja grind í botninn sem aðskilur korn pokann frá botni pottsins.
 4. Setjið um 28 lítra af vatni í pottinn (almenn regla er að, setja um 30% meira af vatni en þarf þar sem það mun alltaf gufa upp eitthvað), setjið léreftis pokann í pottinn og hitið upp í 75°C, sem ætti að lækka niður í 65 – 67° nokkuð hratt.  Fylgja svo uppskriftini um hversu lengi og lækka/hækka hitann eftir uppskriftini.
 5. Setjið kornið út í og hrærið varlega í korninu til að losa um alla kekki og til að vatnið leiki um allt kornið. Hafið hitamælirinn ofan í til að fylgjast með hvort það sé nokkuð að hitna yfir gefin mörk. Þó það geti reynst erfitt að lyfta pottinum, þá má nota ofninn. Þá er ofninn hitaður upp, fylgjast með hitastiginu og þegar réttu hitastigi er náð, setja pottinn inn í ofninn, hefst þá meskingin, hvort sem það er á eldavélini eða í ofni og er tíminn fyrir meskinguna gefinn upp í uppskriftini.
 6. Eftir að meskinguna, þá hefst suða. Hækkið þá undir pottinum í botn og takið korn pokan upp úr pottinum. Þegar korn pokinn byrjar að dropa ofan í potinn, þá má setja korn pokann ofan í gerjunarfötuna (gott er að hafa falskan botn ofan í fötuni á meðan er) og leyfa afganginum af vökvanum að fara úr korninu.
 7. Við suðu, þá er byrjað að setja humlana út í samkvæmt uppskrift og annað tilfallandi, svo sem, krydd, irish moss og s.frv. Gott er að nota litlar grisjur til að setja humlana í svo humlar og annað fari ekki með (eða sem minnst) í gerjunar fötuna.
 8. Þegar suðu tíminn er búinn samkvæmt uppskrift, þá þarf að kæla wortinn (ungbjórinn) niður eins fljótt og auðið er. Það eru nokkrar aðferðir t.d. setja pottinn í ís bað. Fyllið baðkarið af ísköldu vatni, setjið grind í botninn á baðkarinu, hendið nokkrum 2 lítra flöskum sem hafa verið frystar ofan í og setjið pottinn ofan í baðkarið (ofan á grindina). Nota kopar kælir, counter wort chiller og s.frv. Mestu máli skiptir að kæla niður sem fyrst. Sumir bruggarar munu halda því fram að það sé í lagi að kæla niður með lokið á í um sólarhring, en við mælum eindregið gegn því þar sem það getur sýkt bjórinn.
 9. Þegar kælingunni er lokið, fjarlægðu þá korn pokann úr gerjunarfötuni ásamt falska botninum. Notaðu fleyti slönguna til að ferja wortinn (ungbjórinn) yfir í gerjunarfötuna. Á þessu stigi, er gott að taka specific gravity (sykurflotvogin, hér er myndband um hvernig á að nota sykurflotvogina) Þegar allur worturinn er kominn í fötuna, hrærðu hressilega í til að koma súrefni í wortinn og mældu svo hitastigið. Ef hitastigið er rétt, 18 – 25°C, bætið þá gerinu út í.
 10. Settu fötuna á góðann stað, helst á stað þar sem hitastigið er stöðugt, 18 – 22°C, nema þú hafir til þess gerðan búnað sem heldur hitastiginu alveg réttu samkvæmt uppskrift.

Eftir 7 – 11 daga (nema uppskriftin tilgreini annað), eða þegar hætt er að búbbla í vatnslásnum og froðan ofan á bjórnum er nokkurn veginn farin. Þá má setja á flöskur. Þá gildir sú regla að, hreinsa allar flöskur og allt sem snertir bjórinn með klórsóta eða öðrum góðum sótthreinsi lausnum. Það má setja sykur í hverja flösku til að fá kolsýruna, það er miðað við 7 gr af sykri per líter.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt