Betri léttbjórar

0
480

Ég átti leið í Nóatún um daginn, sem er svo sem ekki frásögu færandi, væri það ekki fyrir, svo til óáfengan bjór að nafni Krombacher (0.5%). Þessi bjór á stóran bróður í ríkinu sem er 4,8% að styrkleika, en það sem gerir þetta svona merkilegt er að, óáfenga útgáfan gefur ekkert eftir, hreynt út magnaður bjór!

Margir hafa eflaust smakkað létt bjórana frá Ölgerðini og Víking og eru reyndar margir sem kalla slíka bjóra pilsner og vilja því meina að það sé ekki bjór, heldur einhvers konar eftirlíking af bjór, en Pilsner er auðvitað bjórstíll en ekki létt útgáfa af bjór, en það er annað vers sem við förum ekki nánar út í, heldur það að, ég myndi vilja sjá fleiri léttbjóra og þá miklu fremur óáfenga bjóra með góðan karakter og bragðmiklir eins og Krombacher-inn, í verslunum landsins. Bjór þarf alls ekki að vera með áfengi, þó áfengið gefi honum ákveðinn karakter sem sótt er eftir í mörgum stílum, þá þýðir það ekki að, ekki sé hægt að framleiða úrvals óáfenga eða í það minnsta léttbjóra sem bjórunendur geta keypt sér fyrir lítið í næstu verslun þegar bjór-þorstinn leitar á manninn.

Auglýsing

Það er komið hreint út ótrúlegt úrval af óáfengum og léttbjórum (flestir innihalda um eða undir 0.5%), er þetta til marks um að bjórmenningin sé að taka framförum og vel sé hægt að njóta góðs bjórs án þess að áfengi sé til staðar. Er þessu fyrir að þakka að tæknin sem notuð er í dag til að búa til slíka bjóra er orðin mun betri og helst því bragðið mun betur eftir að áfengið hefur verið tekið úr bjórnum, fáum við því mun flottari bjóra heldur en þessa útþynntu bjóra sem verða því miður, óskaplega þreyttir og lítið varið í, en þeir geta þó svalað þorstanum að einhverju leiti.

Evrópusambandið er víst komið af stað með að rannsaka ger stofna og er vonandi komin vel á veg með það, sjá grein hér.

Mig langar til að koma með áskorun til brugghúsa landsins. Að leggja íslensku bjórmenningunni lið og koma með gæða, óáfenga / léttbjóra á markaðinn sem bragð er af og þá koma líka með aðra stíla heldur en Pilsner, t.d. bock, hveiti bjór (t.d. er Erdinger kominn með 0.5% hveitibjór á markaðinn), stout og s.frv. svo almenni bjór áhugamaður geti svalað þorstanum án þess að verða ölvaður sem og þau sem þola illa áfengi eða langar ekki að drekka áfengi eða lítið af því, geti verið með. Þetta snýst ekki um að drekka áfengi, þetta snýst um að skapa góðann bjór og góða bjórmenningu!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt