Beermkr – Fyrsta „all in one“ bruggtækið?

0
665

Beermkr er tæki sem er nú á Kickstarter að reyna að fá fjármagn til að komast úr tilraunastofuni og í söluferli. þeir eru að biðja um $100.000 en þegar þessi grein er skrifuð, þá eru þeir komnir í rétt rúmlega $308.000, eða sem samsvarar, rétt rúmlega 36 milljónir isk.

Það er alltaf gaman að sjá nýsköpun af þessum toga en það er leiðinlegt að sjá þá sem standa að baki þessu, halda því fram og jafnvel hægt að ganga svo langt að segja, ljúga um að þetta sé fyrsta „all in one“ bruggtækið á markaðinum, eða „…the worlds first all in one counter top beer making device“, en Minibrew hefur verið í nokkur ár að þróa sitt tæki og mun það koma á markaðinn núna 2019. Það má vera að þeir sem standa að baki Beermkr viti hreinlega ekki um Minibrew en ég tel það afar ólíklegt, en á meðan enginn leiðréttir, þá geta þeir víst haldið þessu fram.

https://www.youtube.com/watch?v=6IEZZRqZRzc

Beermkr leyfir notandanum að brugga gallon af bjór sem er rétt rúmlega 3,8 lítrar af bjór, en Minibrew bruggar um 5 ltr. Í myndbandinu þá sést að, öll hráefnin eru sett í sama hólf, en Minibrew er með sér hólf fyrir humla/krydd, sem fylgir þá hefðbundnum skrefum þar sem, fyrst er virturinn búinn til, svo er kryddað eftir á. Kannski þetta sé allt í fína, verð að viðurkenna að ég hef aldrei reynt að brugga þannig að allt hráefni er sett út í einu, við sjáum til hvað setur.

Þeir segja svo í video-inu að hver pakki kosti um $12 og sé nóg hráefni til að búa til 12, 12 únsu bjóra… um já… en alla vega, þeir segja því að hver bjór kosti um $1, eða rúmlega 100 kr, það á svo eftir að koma í ljós hvort þeir leyfi bruggverslunum að setja saman pakkana svo hægt sé að spara.

Við lifum á spennandi tímum og Það er augljóst að öld alhliða bruggtækja er að rísa hratt og rétt eins og kaffivélarnar umbyltu kaffi heiminum, þá munu þessi tæki umbylta bjór iðnaðinum á marga vegu. Persónulega, þá get ég ekki beðið eftir að fá að prófa þessi tæki og bera saman.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt