Byggvín (Barleywine)

0
539

Ég man ekki hvenær ég smakkaði í fyrsta skiptið bygg vín en ég man hvenær ég varð aðdáandi að því, eða þegar ég smakkaði Giljagaur Nr. 14. Þessi margslungni stíll er hreint út sagt með því besta sem ég hef smakkað, en þetta er þó ekki við allra hæfi. Það skal þó hafa eitt á hreinu, bygg vín er ekki vín, heldur bjór, en þess fyrir utan, þá getur skilgreiningin verið á pínu gráu svæði.

Barley vín, eða bygg vín er topp gerjað öl. Þessir bjórar eru oftar en ekki í sterkari kantinum og ná frá 8% upp í 16%, þó það séu auðvitað einstaka afbrigði sem ná hærra. Sagan er nokkuð löng á bak við þennan stíl, en það eru til heimildir sem ná allt til Armeníu á fjórðu öld og í forn Grikklandi er byggvín getið í ritum Xenophon meðal annars, en þessi byggvín voru þó tölvuert öðruvísi en við þekkjum í dag þar sem humlar voru lítt notaðir, flokkuðust þeir þá meira undir Gruit öl.

Bygg vín tilheyra tæknilega séð „strong ales“, eða sterk öl sem hafði verið til í margar aldir, en í raun, þá var skilgreiningin „sterk öl“ óþörf á öldum áður þar sem flest öl var í raun sterkt, allt annað var „smá bjór“* eða porter. Bygg vín áttu undir högg að sækja 1880 þegar skattar á alkahól hækkaði þennan bjór stíl umtalsvert en það sem bjargaði þessum stíl var e.t.v sú staðreynd að það var byrjað að setja á flöskur um þetta leiti og flöskurnar sér merktar, þessi stíll lifir því enn þann daginn í dag sem „niche“ bjór.

*Smá bjór  (einnig smá öl) er bjór eða öl sem inniheldur mjög lítið alkahól, eða um 0,75%. Oft er það ósíað og minnir einna helst á graut oftar en ekki. Þessi drykkur var mjög vinsæll á mið öldum í evrópu og á nýlendu tíma norður ameríku þar sem sterkari (hærra alkóhól innihald) bjórar voru yfirleitt dýrari. – Wikipedia

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt