Anchor brewery, æði skrautleg saga

0
354

Saga Anchor brewery er æði skrautleg og má rekja allt til ársins 1849, á tímum gullæðisins í Kaliforníu. Þýski bruggarinn Gottlieb Brekle flutti með fjölskyldu sína til San Francisco. Gottlieb Brekle keypti 1871, gamla bjór og billiard krá og breytti í brugghús, sem síðar varð að Anchor brewery.

1896, Anchor verður til þegar þýskur bruggari, Ernst F. Baruth og sonur tengdasonur, Otto Schinkel, Jr., kaupa brugghús Gottlieb og endurnefna það Anchor. Enginn veit hvers vegna brugghúsið fékk þetta nafn en getgátur eru um hvort það gæti verið vegna hafnarinnar í San Francisco? Anchor brewery hefur svo ekki átt sjö dagana sæla. Gengið í gegnum jarðskjálfta (1907), eldsvoða og eftir að reist hafði verið nýtt brugghús, þá varð Otto Schinkel Jr. fyrir bíl nokkru eftir að brugghúsið hafði ný opnað. En það tókst þó með herkjum að halda brugghúsinu gangandi… þangað til 1920, þegar áfengisbannið gekk í gildi í Bandaríkjunum, þá lokaði Anchor en það eru sögusagnir um að Anchor hafi verið að brugga eilítið á meðan bannárunum stóð, en það eru þó ekki til neinar ritaðar heimildir fyrir því. Þegar áfengisbanninu lauk í apríl 1933, opnaði Anchor aftur fyrir bjór framleiðslu sína en brann svo til grunna innan við árs eftir að hafa opnað. Þeir gáfust þó ekki upp og opnuðu þeir aftur í gömlu múrsteinshúsi, skammt frá þeim stað sem þeir eru nú. Eftir að Bandaríkjamenn uppgötvuðu þægindi þess að neyta fjöldaframleids bjórs 1959, þá fór að halla heldur undan fæti hjá Anchor og var því Anchor lokað, sem betur fer, í aðeins stuttan tíma. Maður að nafni Lawrence Steese, keypti og opnaði aftur Anchor 1960 og í það skiptið á nýjum stað sem er þó ekki langt frá því sem Anchor er í dag og fékk með sér í lið mann að nafni Joe Allen til að halda áfram hefðum Anchor. Það leið samt ekki á löngu þar til Lawrence Steese uppgötvaði hvað það var mikið mál að reka Anchor og mátti litlu muna að hann hefði lokað Anchor aftur 1965. Það var svo ekki fyrr en maður að nafni Fritz Maytag sem keypti 51% hlut í Anchor fyrir nokkur þúsund dollara þar sem hann gat ekki séð eftir uppáhalds bjórnum sínum og bjargaði þar með Anchor frá gjaldþroti. Fritz byrjaði svo að setja bjórana á flöskur og um 1975, þá var Anchor kominn með 4 aðra bjóra á flöskum, eða Anchor Porter, Liberty Ale, Old foghorne og Barleywine Ale (fyrir utan auðvitað Anchor Steam sem var fyrsti bjórinn þeirra). Anchor stækkaði svo ört þaðan í frá og 1977, þá var loks kominn tími á að flytja sig í stærra húsnæði og varð gömul kaffi brennsla fyrir valinu, það húsnæði er svo aðalstöðvar Anchors í dag. Anchor hefur síðan þá bruggað marga skemmtilega bjóra eins og Sumerian bjórinn og Ninkasi sem eru bruggaðir eftir um 4000 ára gamalli uppskrift. Brugghúsið varð svo fyrir smá hnjaski í Loma Prieta skjálftanum og varð þá til “jarðskjálfta bjórinn”. Anchor brugghúsið er enn að brugga í kopar kötlum og er stefnan enn að halda því áfram.

Auglýsing

http://www.anchorbrewing.com/

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt