Altbier – Gamli góði bjórinn

0
514

Sagan: “alt” þýðir gamalt, eða gamall. Altbier er í raun tákngervingur bjórana eins og þeir voru, en áður fyrr, áður en lagerinn var fundinn upp á 16 öld, þá voru nánast allir bjórar öl. Áður en lagerinn var fundinn upp og varð eins vinsæll og raun ber vitni, þá var Altbier þekktur sem einfaldlega bjór, það var ekki fyrr en á 18 öld sem Altbier fór að halla undan fæti þegar “nýji” bjórinn (lager) fór að verða vinsælli.
Altbier er kenndur einna helst við Düsseldorf og Niederrhein héraðið í Þýskalandi, því var Altbier oft kallaður Düssel.
Samkvæmt hefð, þá eru Altbier oft látinn þroskast lengur heldur en gengur og gerist.
Altbier eru dökkir, kopar litaðir, sem kemur vegna dökka maltsins sem er notað í bjórinn og eru vel humlaðir. Altbier er topp gerjaður bjór.

Hráefni; Týbískir Altbier eru bruggaðir með allt að 80% Þýsku pilsner malti. Það er bætt við smá af Munich og vienna malti sem bæta smá malt bragði. Dökku Crystal malti er bætt í Norður stílana til að ná viðeigandi lit og smá karmelu bragði. Düsseldorf stíllinn notar minna af Crystal malti og notar í staðinn smá af súkkulaði eða dökku malti til að ná viðeigandi lit.
Spalt humlar eru notaðir venjulega í Düsseldorf Alt, þó eru flest “noble” afbrigðin af humlum duga þó við gerð bjórsins.

Afbrigði: Það eru e.t.v. Þrjú afbrigði af Altbier sem vert er að nefna, Düsseldorf Altbier, Northern German Altbier og Sticke Alt. Eins og áður nefndi, þá notar Düsseldorf stíllinn minna af Crystal malti og notar í staðinn smá af súkkulaði eða dökku malti til að ná viðeigandi lit. Northern German Altbier notar notar svo aftur dökkt Crystal malti til að ná viðeigandi lit. Sticke Alt er eiginlega bara sterkari útgáfa af Altbier. Sticke þýðir í raun “leyndarmál” og er venjulega árstíðarbundinn og þá oft dekkri en venjulega er framleitt.

Einkenni:
Útlit: Ljós amber litaður, appelsínu brúnn, djúp kopar litaður og alveg út í brúnan lit. Norður Þýski Altbier er gjarnan dekkri að lit heldur en Düsseldorf. Froðan er hvít, jafnvel alveg rjóma hvít og þykk og ætti að endast vel.
Ilmur: Northern German altbier – Ætti að vera létt yfirbragð, stundum pínu korn lykt. Lítið humlar og ekki áberandi ester. Það á ekki að vera diacetyl af bjórnum (butterscotch). Norður þýska afbrigðið ætti að vera með léttann malt karakter, stundum pínu korn. Düsseldorf Altbier – Hreynn en nokkuð afgerandi ilmur, ríkt af malti, “noble” humlum og ávaxta esterar.
Bragð: Nokkuð bitur en samt vel aðlagaður við mjúkt alveg út í sætt maltið sem gæti lýst sér í “kexi” (buscuity) og / eða léttu karmelu. Þurr endir og með beiskju sem situr eftir í dágóða stund. Hreinn lager eiginleiki, stundum með keym af súlfúr og mjög littlu esterum. Lítið út í meðal “nobel” humla ragð. Ekkert diacetyl.
Munnfylli: léttur upp í miðlungs “body”. Létt kolsýrður upp í meðal há kolsýra. Léttur í munni.

Tölulegar upplýsingar:
Düsseldorf Altbier

  • IBU (beiskja): 35 – 50
  • SRM (litur): 13 – 17
  • OG: 1.046 – 1.054
  • FG: 1.010 – 1.015
  • ABV: 4,5 – 5,2%

Northern German Altbier

  • IBU (beiskja): 25 – 40
  • SRM (litur): 13 – 19
  • OG: 1.046 – 1.054
  • FG: 1.010 – 1.015
  • ABV: 4,5 – 5,2%

Heimildir – http://www.bjcp.org, https://www.wikipedia.org/ og https://www.brewersassociation.org

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt