Albani Odense Classic

0
384

Albani Odense classic hefur verið bruggaður síðan á 140 afmæli bruggverksmiðjunnar árið 1999. eitt af kennileitum pilsnersins er hans dökki litur og öflugra bragð af malti og humlum, en gengur og gerist hjá pilsnerum. Þú finnur strax fyrir sterku og fylltu maltbragði þegar þú smakkar ölinn.

Muninn

Auglýsing

Hausinn er um 1 putti
Body er gyllt
Nefið er ger og maís
Bragðast af léttum humlum, maís en fremur bragðlaus
Eftirbragð er nánast ekkert
Léttur nálardofi, og munnfylli lítið.
ABV er 4,6%
Lítil blúnda. Þessi pilsner er með þeim svo sem ekkert framúrskarandi, en þó betri en útsölubjórarnir sem hægt er að fá, Harboe, dansk öl og þess háttar.
Venjan í honum er fín, enda ekki mikið að venjast. Er eflaust góður á íslenskt fyllirí
Gef honum 30 af 100

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur og rólegur. Blúnda er lítil og snögg.
Nefið er malt, ger og maískorn.
Uppbygging er appelsínu-gyllt. Fylling og náladofi eru undir meðallagi.
Bragð er mjög lítið, bitrir humlar, maískorn og malt. Eftirbragð er eiginlega ekkert, maískorn ef eitthvað.
Venja er fín.
Odense Classic er ágætis tilbreyting frá þessum leiðinlegu pilsnerum. Bragðleysi er þó einkennandi, akkurat ekta sölubjór, virðist vera gegnumgangandi hjá þessum stærri brugghúsum.
Þessi fær 25 af 100

Fyrri greinBjór og ostakvöld II
Næsta greinVestfyen Classic
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt