Albani Giraf Gold

0
260

Huginn

Hausinn er rúmur einn putti, hvítur, rjómakendur og meðal snöggur. Blúnda er fín, nokkuð olíukennd.
Nef er ger, sítrus og jörð.
Uppbygging er gyllt. Fylling er rétt undir meðallagi og náladofi er ágætur.
Bragð er beiskt, humlar, sítrus með nettu malti. Malt liggur meira á miðju og sameinar biturleikann í malt/bitru eftirbragði.
Venja er mjög góð.
Giraf’inn kom mér á óvart, þar sem ég hef drukkið hann í óteljandi magni.. og bjóst við dósabjórs rugli. Þessi kemur fram sem frábær pilsner, flott humla og malt samspil og brögð eru nægilega afdempuð til að gera þennann að meistara kvöldsins.
Ég gef þessum 40 af 100.

Auglýsing

Muninn

Hausinn er 1 putti rjómakenndur og þéttur
Body er gyllt
Nefið er ger og humlar
Smakkast af humlum, smert af malti og litlu sítrus
Eftirbragð er lítið en þó örlítil beykja
ABV er 5,6%
Venjan er góð
Blúndan er lítil og létt
Nálardofi er í meðallagi og munnfylli lítið
þessi pilsner er vel yfir meðallagi. Gef honum 60 af 100 sem er tel ég það mesta sem ég hef gefið pilsner hingað til

Fyrri greinSkálaðu við skattinn! – Bjórmottan
Næsta greinWestmalle Dubbel
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt