Albani Blålys

0
320

Fjónskur jólabjór bruggaður af Albani brugghúsi, þetta er sá jólabjór sem fjónbúar velja fram yfir aðra jólabjóra.
Þessi jólabjór ber viðurnefnið bláljós þrátt fyrir að það standi ekki utan á honum.

Huginn

Auglýsing

Hausinn eru tveir fingur, ljós og rólegur. Blúnda er ágæt, snögg en olíukennd.
Nefið er malt og ger.
Uppbygging er appelsínu-rauð. Fylling er undir meðallagi og náladofi er ágætur.
Bragð er beiskja, áfengi og dauft malt, jafnvel sætir ávextir. Eftirbragð er frekar dauf samblanda af fyrrnefndum brögðum.
Venja er góð.
Þessi er alveg OK, fínasti öl. Áfengisbragð og beiskja yfirgnæfir allt annað, eða eru kannski einu brögðin á sveimi. Svoldið einfaldur fyrir minn smekk.
Ég gef honum 40 af 100.

Muninn

Hausinn er 1 putti, snoggur
Body er hnetubrúnt
Nefið er ger og vottur af karamellu
Smakkast af malti, humlum og örlar jafnvel á hunangi.
Eftirbragð er sætt malt og leiðir út í beyskju, alkohól líka
Albani Blålys er ABV 7,0%
Blúndan er lítil
Nálardofinn er í meðallagi sem og munnfylli
Þessi bjór er betri en margir jólabjórar sem ég hef smakkað, þar með talinn tuborginn.
Þessi fær 61 af 100 hjá mér

Fyrri greinGæðingur Stout
Næsta greinChimay blue
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt