Afmælishátíð Bjórsins 1 mars

0
599

1 Mars næst komandi verður haldin afmælishátíð tileinkuð því að 30 ár verða liðin frá því að bjórinn var leyfður aftur á íslandi eftir 74 ára bann. Bjórinn hefur aldeilis komið sterkt inn á þessum 30 árum, en þó sérstaklega þegar fyrsta ör brugghúsið (micro brewery) var opnað á íslandi, eða Bruggmsiðjan, það er því mjög viðeigandi að hátíðin skuli vera haldin þar sem fyrsta handverks brugghúsið byrjaði.

Bruggsmiðjan hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrirtækið opnaði og hefur það stækkað við sig um 6 sinnum (að ég taldi) og er enn að stækka, er m.a. búið að opna bjórböð og nú á næstuni gisti aðstöðu.

Eins og sjá má hér til hliðar, þá verður hátíðin hin veglegasta, verða 14 íslenskt brugghús og 2 tékknesk. Miðar eru eingöngu til sölu hjá Bruggsmiðjunni Kalda, bruggsmidjan@bruggsmidjan.is eða í síma 466-2505. Miðaverð er 5,900 krónur.

Það verða rútuferðir frá Akureyri og Davík fyrir þau sem hafa ekki bílstjóra. Fyrir þau sem hafa áhuga þá er hér rútuplan fyrir Bjórhátíð kalda 1 mars og upplýsingar um gistingar ef á þarf að halda.

Akureyri.
Rútuplan frá Menningarhúsi Hofi Akureyri.
Rúta fer frá Hofi kl 15:30 og kl 17:00.
Til baka frá Bruggsmiðjunni kl 21:30 og kl 22:30.

Dalvík.
Rútuplan frá Víkurröst.
Rúta fer frá Víkurröst kl 16:30, til baka frá Bruggsmiðjunni kl 22:00.

Gisting og hótel í samstarfi við Bjórhátíð Kalda 1 mars næstkomandi. Eftirfarandi hótel hafa lagt fram afslátt á gistingu í samvinnu við Bjórhátíðina í Bruggsmiðju Kalda. Hægt er að hafa samband til að fá verð og bóka gistingu. Sum hótel eru með afsláttarkóða(Kaldi 2019).

Ytri vík. Sími 894-2967 / sporttours@sporttours.is
Lamb – Inn. Sími 463-1500 / lambinn@lambinn.is
Hótel Norðurland. 462-2600 / nordurland@keahotels.is
Hótel KEA. Sími 460-2000 / kea@keahotels.is
Hótel Dalvík. Sími 466-3395 / info@hoteldalvik.com
Vegamót. Sími 865-8391 / vegamot@vegamot.net
Iceland Air Hotel. Sími 518-1000 / akureyri@icehotels.is

 

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt