Að brugga úr Extrakti

0
471

Ath. samkvæmt Áfengislöggjöfinni, þá er bannað að brugga „neysluhæfan vökva sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda“, eftir 2,25% þá er það talið áfengi og er bruggun áfengis án leyfis refsiverð. Viljum við því hvetja alla til að fylgja settum reglum og vera ekki að reyna að ná vínandanum yfir gefin gildi. Við mælum með að fólk lesi sér til áfengislöggjöfina.

Þar sem við viljum auðvitað að fólk hafi bestu fáanlegu leiðbeiningarnar hverju sinni, þá væri ekki úr vegi að byrja hér! Lesefnið sem er að finna þarna, er miklu ítarlegra en hér að neðan , en auðvitað má byrja á þessu hér að neðan og notast við hitt ef eitthvað vantar upp á.

Leiðbeiningar til að brugga bjór;
Ef þið sjáið eitthvað að leiðbeiningunum eða viljið bæta einhverju inn og eða hafið einhverjar spurningar varðandi að brugga, þá endilega hafið samband, við erum meira en til í að hjálpa þeim sem eru að byrja og eða ef einhverjar áhyggjur vakna 🙂
Það er kannski rétt að taka það fram að, þó svo að leiðbeiningarnar virki afskaplega langar og flóknar, þá kemst þetta í vana nánast strax eftir fyrstu bruggun og verður ekkert mál, þið megið alveg búast við því að það verði einhverjar smá áhyggjur með fyrsta bruggið en það er alger óþarfi, ef þið hafið fylgt leibeiningunum eftir og sérstaklega sóthreinsað allt sem snertir bjórinn þá er ekkert til að óttast, ef eitthvað er, þá minnum við enn og aftur á að það er hægt að hafa samband við okkur 🙂
(ath, það eru myndbönd fyrir þá sem eru sjónrænir hér að neðan)

Hér er smá fróðleikur um hráefnin sem notað er í bjórinn (þetta er því miður allt á ensku en við ætlum okkur að þýða þetta við tækifæri):

Hægt er að kaupa áhöld og bruggefni hér;

  • Áman – Ýmis áhöld og bruggerðarefni – búð og vefverslun – senda heim
  • Vínkjallarinn.is – Ýmis áhöld og bruggerðarefni -búð og vefverslun – senda heim

og fyrir þá sem vilja fara í „all grain brewing“, þá er Bjórkjallarinn.

Fyrir þá sem vilja fara í „all grain brewing“ þá er hægt að versla mjög flott bruggtól hér sem kostar ekki mikið, BeerSmith.

Hér er svo nokkuð góður brugg reiknir.

Fyrst af öllu er að kaupa græjurnar, það sem þarf er;

  • 2 brugg fötur (2, 30 lítra fötur nægja)
  • 1 hævert slanga
  • 1 vatnslás
  • 1 stór pottur (Það er hægt að ath hvort Fastus, IKEA, Eirvík og s.frv. sé með potta?)
  • 1 sleif
  • klórsóti (eða annað sótthreinsandi)
  • bruggefni (t.d cooper, canadian draft og s.frv.)
  • Flösku bursta (mæli eindregið með því að það sé keypt með)

ATH: hægt er að kaupa byrjunarpakka með flestu af öfan töldu í Ámuni og á Vínkjallarinn.is.

Flöskur, hægt er að nota gamlar bjórflöskur, rauðvínsflökur með skrúftappa, 7 up / sprite flöskur, PET flöskur og s.frv. Það verður bara að muna að hreinsa allt vel og vandlega sem kemst í snertingu við bjórinn.

Svo er það valmöguleiki að hafa hraðsuðuketil við hendina.

Að brugga:

1. Sótthreinsa allt sem snertir bjórinn! Mæli með klórsóta, hægt að fá það í næstu bruggververslun. ALLS EKKI NOTA HITAVEITUVATN til að sótthreinsa og eða til að hita upp blönduna.
Ábending: það er hægt að geyma vatnið sem klórsótinn var notaður í og nota til að sótthreinsa aftur, mæli samt með því að henda klórblöndunni eftir 3 – 4 skipti. Þegar við tölum um að sótthreinsa þá erum við ekki að tala um að þið gangið berserkgang með sprittið og sótthreinsið allt, bara vera nokkuð örugg og sátt við að þið hafið sótthreynsað allt nægilega vel, það er ekki hægt að komast hjá smá „mengun“ frá umhverfinu. Við hjá Bjórspjall.is höfum í það minnsta aldrei lent í neinu veseni með bruggið okkar og erum við oft með hunda og ketti að þvælast fyrir ;-p Þið sjáið strax á flöskuhálsinum hvort bjórinn sé eitthvað „mengaður“ með slykju rönd á yfirborði bjórsins í flöskunum og eða bjórinn smakkast illa, en jafnvel það er ekkert til að óttast þannig lagað, mælum samt ekki með því að drekka það

2. Finnið til stórann pott og hellið 2 lítrum í pottinn og sjóðið. Einnig gott að hafa 1 líter af vatni í hraðsuðukatli tilbúið.
Ábending: Það þarf ekki endilega að sótthreinsa potta og sleifar sem eru notaðar í pottana og svo framvegis þar sem vatnið er soðið í pottunum og sleifarnar sótthreinsast í vatninu á meðan verið er að sjóða.
3. Setjið bjórblönduna (Cooper / Canadian draft) í pott með smá vatn í og hitið pínu til að mýkja innihaldið.
Ábending: Sumir setja tusku í botninn á pottinum og auðvitað vatn og setja svo dósina út í til að koma í veg fyrir að dósin með íblöndunarefninu hitni of mikið.

4. Hellið innihaldi dollunar út í 2 lítra af vatni og hreinsið afganginn í dollunni úr með því að hella vatninu úr hraðsuðukatlinum (ca 1 líter) og eða soðnu vatni í dolluna og hræra vel, hella svo út í blönduna.
Ábending: Það verður að fylgjast vel með blöndunni þar sem það getur soðið upp úr og íblöndunar efnið (cooper / canadian draft) getur sest á botninn og brunnið þar, verður því að hræra í á meðan.

5. Hrærið þessu vel og vandlega saman og bætið við þeim sykri sem á að nota, mæli með dextrósa eða maltglúkósa. Það er einnig hægt að kaupa brauðmalt og prófa að brugga úr því.
Ábending: það má nota venjulegan sykur en sumum finnst koma auka bragð. Það má líka nota strásykur þegar sett er í flöskur en aftur, mæli frekar með dextrósa eða maltglúkósa (eins og áður sagði, hægt að prófa brauðmalt).

6. Hellið blöndunni (wort) í gerjunarfötuna, fyllið svo upp með köldu vatni ca 23 lítra. Passa verður að hitinn sé 19 – 25°C, Það fer þó eftir tegundum. Mælt er með að Hitastig skuli vera 19 – 25°C fyrir öl (ale/real ale/bitter/stout og s.frv.) en um 10-18°C fyrir lager- og pilsnerbjór. Þegar réttu hitastigi er náð, þá er gerið sett út í, fínt að strá því yfir blönduna.
Ábending: Það er gott að hella upp að 20 lítrum, taka hitan á blöndunni og bæta svo köldu vatni eftir því sem þarf, ef hitastigið er ekki komið í rétt þegar 23 lítrum er náð, má bæta við extra 1 – 2 lítrum af vatni en ef ekki þá þarf að kæla blönduna hratt niður i það hita stig sem við á og er hægt t.d. að setja fötuna í klakavatn og mæla hitan stöðugt. Sumir byrja á að setja 2 – 3 kg af klaka í fötuna og svo heitu blönduna. Hitastigið má ALLS ekki fara yfir 25 – 27°C því gerillinn þolir illa hitann og drepst við 30°C.

7. Þegar hitastiginu er náð og búið er að setja gerilinn út í, þá er að loka fötuni og passa að það leki hvergi loft nema þar sem við á. Setja loftlásinn á lok fötunar og vatn í loft lásinn upp að þeim viðmiðum sem gefin eru.
Ábending: Það er hægt að ath hvort vatnslásinn (fatan sé loftþétt) virki með því að ýta á lok fötunar og sjá lásinn rísa og ef hann heldur sér uppi án þess að síga, þá er fatan þétt að öllum líkindum. Jafnvel þó fatan sé ekki 100% loftþétt,, þá kemur það ekki að mikilli sök fyrstu dagana þar sem kolsýrungs framleiðslan er það mikil að hann ýtir öllu lofti frá sér í nokkra daga á meðan gerjunin er sem mest, en eftir að gerjunin byrjar að hægja á sér þá byrjar súrefni og utan að komandi mengun (bakteríur og annað) að komast í bjórinn. Ef grunur leikur á leka en er þó það lítill að það komi ekki að sök, þá verður að fylgjast mjög vandlega með ferlinu og fleita í seinna ílátið og eða flöskur strax og gerjun er hætt.

8. Geyma bjórinn / fötuna á dimmum og „hlýjum“ stað, eftir því hvað er verið að brugga, ef lager- og pilsnerbjór þá dugar stofuhiti eða kaldara 10-18°C.
Ábending: Mæli ekki með hitakompum, þó svo að þar sé stöðugur hiti og eða hægt að stjórna hitanum eitthvað betur, gerjunin getur orðið mjög hröð og ekki skilað góðum bjór. Lager og pilsner bjór mega gersjast við 19 – 25°C en það er ekki mælt með því þar sem mikill partur af bragðinu stólar á hæga gerjun.

9. Látið gerjast í 5 -10 daga fleytið í aðra fötu (umhellið í aðra fötu). Gerjun telst búin þegar sykurflotvogin er á bilinu 1010 – 1005. fyrir þá sem vilja ekki nota sykurflotvog, þá er hægt að fylgjast með froðunni, þegar froðan er farin þá er gerjunin nokkuð pottþétt hætt.
Ábending: ath… það er ekki alltaf sem froðan verður mikil og því ekkert til að vera óróleg(ur) yfir ef froðan er ekki eða er lítil. Yfirleitt er ætlast til þess að bruggið gerjist í 7 – 10 daga. Það má jafnvel geyma bruggið í fötuni (eða umfleyta og geyma) í nokkra mánuði áður en sett er á flöskur.

10. Setja á flöskur og enn og aftur SÓTTHREINSA allt sem kemur við bjórinn!
Ábending: Hægt er að setja sykur í hverja flösku fyrir sig, en það verður að mæla nokkuð nákvæmt í hverja flösku og er yfirleitt mælt með 7 gr. af sykri í hvern lítra eða 140 gr. af sykri í 20 lítra. Ef það er sett meira þá eigið þið á hættu að flöskurnar byrji að springa einn góðan dag, en það er fremur sjaldgæft jafnvel þó það sé pínu meira en það sem sett var í.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt