„7.5 milljón lítra af bjór, mikið að gera hjá tapað fundið“

0
241

Einn félagi okkar benti okkur á þessa mjög svo skemmtilega frétt frá NPR.org og heitir fréttin; “Októberfest telur inn 7.5 milljón lítra af bjór, mikið að gera hjá tapað fundið”, okkur langar að þýða þessa frétt nokkurn veginn í heild sinni;

 

Auglýsing

 

 

Fólk sem hefur heimsótt Októberfest í Munich þetta árið, hefur drukkið um 7.5 milljón lítra af bjór, sem er nýtt met á hátíðini, en það sóttu um 6.9 milljón manns hátíðina í ár, um 200 þús. færri en núgildandi met.

Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda gesta, þá var mun minna um ofbeldi þetta árið, þar sem lögreglan var kölluð út í 100 sinnum færri mál en árið 2010 og að sögn Reuters, þá voru aðeins 58 atvik þar sem fólk sló hvort annað í hausinn með Stein könnunum, sem er 4 færri en árið áður.

Og Reuters heldur áfram að “mála myndina”;

Undir glimrandi tónlist Oompah hljómsveitana, voru borðaðir 118 uxar og 53 kálfar, en eins og vant er, þá var vinsælast að skola niður með bjórnum, steiktur kjúklingur og voru því borðaðir nokkur hundruð þúsund kjúklingar ásamt svína pylsum.

“Andrúmsloftið á Októberfest, alveg fram á seinasta dag, var meiriháttar” sagði borgarstjóri Munich, Christian Ude, sem lýsti hátíðini sem “drauma hátíð”.

Þetta árið, kostaði hver “Mass” (eða 1 líter af bjór) um 9.20 Evrur eða um 1470 kr.-, þetta háa verð, gæti útskýrt afhverju fólk notaði öl krúsirnar í að drekka úr frekar en að berja mann og annan í hausinn með glösunum og til að halda í við hefðina, þá voru 226 þús bjór krúsum stolið af hátíðini, samanborið við 130 þús í fyrra, að sögn Reuters.

Og eins og endra nær, þá er ávalt mjög mikið að gera í tapað fundið á hátíðini, að sögn Der Spiegel reports. Það sem endaði í tapað fundið þetta árið voru;

  • 18 cm engispretta (lifandi)
  • Víkinga hjálmur
  • 2 hækjur
  • Rafmagns hjólastóll (fær mann til að spá hvað varð um eigandann?).
  • Fullur kassi af nótna blöðum
  • 1300 ýmiskonar föt
  • 520 veski og yfir 1100 skírteini
  • 390 farsímar, 370 sólgleraugu og 425 lyklar.

Aðeins eitt sett af fölskum tönnum var skilað inn, sem kom Charles Reynbold á óvart, sem hefur unnið í tapað fundið á hátíðini í næstum 20 ár.

“Ég held að tannlímið sé að verða betra og því tapar fólk síður fölsku tönnunum þegar verið er að tyggja matinn” að hann tjáði Der Spiegel

“Árið sem ég byrjaði” heldur hann áfram, “þá man ég eftir að það voru fimm eða sex falskar tennur í tapað fundið og kom þá gamall maður og prófaði þær allar. Því miður, þá var enginn af þeim það sem hann átti.”

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt