Refsvindinge AZ Ale no. 16

0
312

Muninn

Hausinn er um 1 putti, rjómakendur
Body er dökk rautt, svipað og kók
Nefið er malt og jörð
Smakkast af malti, humlar og vottar af dökkum ávöxtum
Eftirbragð er aðallega malt Leiðir út í mildan biturleika
Nær engin blúnda
Nálardofinn er mildur og munnfylli er í meðallagi
ABV er5,7%
Venjan er mjög góð
Ale no 16 var kosinn 2 besti bjór í heimi á sínum tíma. Get ég klárlega mælt með honum, þar sem samspil milli biturleika og malts er til fyrirmyndar.
Gef honum 85 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er rúmur fingur, ljós, rjómakenndur og meðal snöggur. Blúndan er lítil, snögg og olíukennd.
Nefið er áberandi malt og dökkir ávextir.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er rétt í meðallagi og náladofi er ljúfur.
Bragð er malt og ljúfur biturleiki. Eftirbragð er samblanda af fyrrnefndum brögðum.
Venja er góð.
Ale no. 16 er eitur ljúfur, malt og lúmskur biturleiki. Nokkuð einfaldur en góður ale.
Þessi fær 75 af 100.

Fyrri greinKaldi Jólabjór
Næsta greinEgils gull
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt