23 ár frá afnámi bjór bannsins

0
372

Við viljum byrja á að óska öllum til hamingju með daginn! Nú eru liðin 23 ár frá því að bjórinn var leyfður aftur á Íslandi og hefur margt spennandi gerst á þeim stutta tíma. Margir nýjir og spennnandi bjórar hafa litið dagsins ljós í vínbúðum landsins, bæði íslenskir og erlendir, Nýtt brugghús, bjórmenningafélag og margt fleira. Er óhætt að segja að bjórinn sé einn vinsælasti ef ekki, vinsælasti drykkur landsmanna þegar kemur að víni.

Margt skemmtilegt hefur gerst frá 1 mars á seinasta ári. Bjórspjall hélt fyrstu uppskeruhátíð sína, sem heppnaðist einstaklega vel. Fengum við 6 af 8 bjórframleiðendum landsins til að mæta og kynna 19 tegundir af bjórum og voru þar á meðal, bjórar sem voru framleiddir aðeins einu sinni, var það því einstök upplifun fyrir þá sem tóku þátt. Bjórsetrið hélt svo sína bjórhátíð á Hólum í hjaltadal, Skagafirði, sáum við okkur því miður ekki fært á að mæta á þá hátíð, en vonandi á þessu ári ef það verður haldið aftur. Nú er þriðja bjórhátíðin stigin á stokk, eða hin Árlega íslenska bjór hátíðin, sem KEX Hostel heldur þessa dagana. Er óhætt að segja að það hafi orðið sprenging í íslenskum bjórhátíðum á þessum stutta tíma.

Auglýsing

Gerð var tilraun til að stofna Bjórmenningafélag Íslands á seinasta ári. En félaginun var ætlað að halda utan um bjórmenningu Íslands, kynna fólki fyrir bjórnum, ýta undir nám í bruggun bjórs / smökkun, jafnvel snerta á laga umhverfinu í kringum áfengi og svo mætti lengi telja. Fór rekstur afar hægt af stað, hefur það valdið okkur vonbrigðum hvað það er lítill áhugi fyrir slíku félagi miðað við hversu vinsæll drykkurinn bjór er, en við vonum að það muni líta bjartari daga á árinu.

Það hafa líka verið haldnar bjórsmökkunar viðburðir og keppnir á vegum Fágunar (hefur Fágun haldið brugg áhugamnanna keppni ár hvert), Bjórspjalls og Bjórmenningafélags Íslands og þó svo að þeir viðburðir séu ekki eins stórir og ætla mætti, þá er von okkar að fólk fari að skrá sig í meira mæli og taki þátt í slíkum viðburðum þar sem fólk getur fengið að smakka hina ýmsu bjóra og vonandi víkkað þar með sjóndeildarhringinn.

Íslenskur bjór fékk verðlaun á seinasta ári, eða Egils Gull frá Ölgerðini. En hann varð í fyrsta sæti á “World Beer Awards”. Var hann valinn, besti standard lager bjórinn í heiminum. Er þetta enginn smá heiður fyrir Ölgerðina og bruggmeistara Egils Gulls, Guðmundar Már Magnússon. Er þetta enn ein skrautfjöðurin í hatt íslenska bjórsins. Hafa þó nokkrir Íslenskir bjórar, unnið til verðlauna t.d. Thule og Egils premium. Vonum við að brugghús landsins haldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og haldi áfram að koma heim með verðlaun, sem íslenski bjórinn á fyllilega skilið.

Nýtt brugghús leit dagsins ljós, eða Gæðingur Öl og þar með tveir nýjir bjórar, Gæðingur lager og Stout, fylgdu þeir því vel eftir með árstíða bundnum bjórum og Gæðingur Pale ale.
Urðu nokkrar breytingar hjá Ölvisholti, Valgeir, fyrrum bruggmeistari Ölvisholts, hætti á seinasta ári og hóf störf hjá Ölgerðini.
Kaldi stækkaði við sig, eða um 40% og óskum við þeim enn og aftur til hamingju með þau tímamót.
Mjöður ehf er því miður hætt rekstri og fáum við líklegast ekki að smakka Jökul bjórana aftur. Er brugghúsið nú í laga erjum að okkur skilst og ekki víst hvernig sú útkoma verður. Við vonum þó að einhver lausn verði á því og brugghúsið opni aftur í einhverri mynd og bæti inn í þá blómstrandi flóru af þeim Íslenskum bjórum sem hafa komið fram á þessum 23 árum.

Nokkrir nýjir bjórar litu dagsins ljós, eða Gæðingur Stout, lager, pale ale og auðvitað jóla og þorrabjórinn. Bríó kom í dósir, Október marsen, Skógarpúki, stekkjastaur og Surtur frá Borg Brugghús. Einstök Ölgerð kom með Icelandic pale ale, -dobbel bock, -toasted porter og -White ale. Ölgerðin bætti við einum þorrabjór, eða Þorra Gull og seinast en ekki síst, Ölvisholt hóf útflutning á Sorbon X. Við vonum að enginn nýr bjór hafi farið framhjá okkur, ef svo, endilega látið okkur vita. Er þetta gott dæmi um að við Íslendingar erum engir auðkvisar þegar kemur að því að búa til nýja og spennandi bjóra og munum án efa halda þeirri þróun áfram um ókomna framtíð.

Væri það óskandi að eitthvað jákvætt væri hægt að segja um ríkisstjórnina, en því miður hefur hugmyndaflug þeirra einkennst einkum af hærri sköttum á áfengi (og almennt hærri sköttum) og þar með gert íslenskum neytendum og brugghúsum landsins erfiðara fyrir að prófa nýja og spennandi bjóra og ekki beinlínis verið kvetjandi við brugghúsin að koma með nýja bjóra á markaðinn, en sem betur fer, hafa brugghúsin ekki látið það letja sig og þarf meira en smá skatta til að Íslendingar hætti að versla og prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Við vonum að bjórmenningin á Íslandi haldi áfram að blómstra enn frekar eins og við höfum séð á undanförnum 23 árum, þó meira síðastliðin 6 ár og neytendur haldi áfram að styðja við bakið á gæða bjórum og prófi sem mest af þeirri stóru bjór flóru sem komin er og á vonandi eftir að stækka enn meira.

Enn og aftur, lyftum glösum; Til hamingju með bjór daginn Íslendingar! SKÁL!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt