21 not fyrir bjór

0
306

Fyrir utan að svala þorstanum og njóta þess mikilfengleika sem bjórinn er, þá eru ýmis önnur not fyrir bjórinn og ákváðum við að koma með nokkur atriði um hvað annað er hægt að gera með þessari guða veig. Hér eru nokkur hagnýt not fyrir bjór sem við söfnuðum saman af netinu.

1. „Baðbjór“
Þetta er kannski frekar umdeilt, enda ekki margir sem hefðu efni á því, en það er til bjór sem heitir bókstaflega „baðbjór“ eða Badebier. Við svo aftur myndum gjarnan vilja heyra í þeim sem prófar að baða sig upp úr þessum bjór, hvort það hafi skilað silki mjúkri húð eður ei.

Auglýsing

2. Þvo hárið
Nei, ekki svo að segja að það megi opna flösku af bjór og byrja að þvo hárið með bjór, en það er víst nokkuð gott að útbúa sjampó úr bjór. Það má þá kaupa ódýran bjór, blanda með sjampói og vitir menn, bjórinn gefur hárinu „þykkari“ og skínandi áferð og nei, lyktin er svo að segja engin af þess lags sjampói. Margir kaupa sér rándýr sjampó til að fá „þykkara“ hár en það er víst ekkert mál að redda því með bjórnum.

Hér er svo uppskrift af bjór sjampói :

Einn bolli af bjór að eigin vali, má vera hvaða bjór sem er. Settu bjórinn í pott og sjóða bjórinn í um 15 mín eða þangað til búið er að sjóða sem nemur hálfum bolla. Á meðan bjórinn sýður, þá er um að gera að mæla um einn bolla af sjampói, skiptir ekki máli hvernig sjampó . Takið bjórinn af helluni og leyfið bjórnum að kólna. Blandið bjórnum og sjampóinu saman og setjið í einhverja sjampóflösku, svo er bara að þvo sér eftir þörfum.

3. Losa um ryðgaða skrúf bolta
Hellið smá bjór á boltana sem þið viljið losa, bíðið í smá stund og e.t.v. mun kolsýran í bjórnum hjálpa til við að losa boltana.

4. Laga brúnu blettina í lóðinni
Samkvæmt Andrew Lopez, sem á víst að vera voðalega kunnugur innan garðyrkjunar, þá á gerjaði sykurinn og bjórinn að örva vöxt plantna og drepa sveppa sýkingar. Hann mælir með að spreyja heimabrugginu á blettina og „mun grasið taka til sína sykrurnar og nota það sem næringu“ að Andrew segir.

5. Sjóða skelfisk
Gott er að setja hálfan pott af bjór og hálfan af vatni, sjóða svo skeljarnar í því uns þær opna. Bjórinn skilur svo eftir gott bragð í skelfiskinum.

6. Bónaðu viðar húsgögn
Það er hægt að taka flatan bjór og setja smá í microfiber klút og það mun víst gefa húsgögnunum dýpri lit.

7. Hreinsa í burtu bletti
Bjór virkar nokkurn veginn eins og sódavatn og má því nota til að hreinsa bletti, það má svo nota vatn til að skola í burtu ilminum.

8. Drepa snigla
Í stað þess að dreyfa eitri út um allt og eða salt í þeirr von að drepa nokkra snigla, þá má setja smá bjór í dollu, grafa dolluna þannig að opið nemi við yfirborðið. Sniglum finnst svo aftur bjórinn góður að okkur skilst og rata beint í dolluna og auðvitað komast þeir ekki úr dolluni aftur og drukkna því í bjórnum, ekki amalegur dauðdagi að drukkna í bjór.

9. Farðu í bjórbað
Kleopatra baðaði sig í mjólk, því ekki að prófa bjór bað. Fáðu þér nokkra bjórkúta, eða heimabrugg og tæmdu í baðið og sjáðu til, loftbólurnar hreinsa skinnið og gerið mýkir skinnið. Mælum svo auðvitað með langri sturtu eftir á.

10. Meirna kjöt
Eins og eflaust margir vita, þá er alls ekki slæmt að láta kjöt meirna í gosi, en hversvegna ekki að láta kjötið meirna í bjór. Bjór er víst afburða góður í að láta kjöt meirna og ekki skemmir að bjórinn skilur eftir gott bragð og þar sem bjórinn kemur í öllum stærðum og gerðum, þá geta þeir sem vilja hafa létt bjór bragð, notað light lager og alveg upp í einhvern bragð ríkan stout.

11. Lýstu upp hárið með bjór
Leggðu hárið í bjórbað og farðu svo í sólbað eftir á, það mun gera hárið ljósara og ekki skemmir ef notaður var vel humlaður bjór, gefur hárinu humlaðan sumar ilm.

12. Geitunga gildran
Fyrir þau ykkar sem hata geitunga og vilja helst ekki að þeir ráðist á fólk í fina grill partýinu, þá má setja smá bjóri í nokkrar dollur, skera hásinn af 2 líttra gos flösku og setja á hvolf ofan í dollurnar, þá er komin þessi fínasta flugna gildra.

13. Bjór og heilsa
Eins og flest ykkar vita, þá er bjór þvag drífandi og því hefur verið mælt með því að drekka bjór til að losna við þvagsteina. Bjórinn er svo auðvitað mjög næringarríkur og hefur verið notaður fyrir þá sem ekki geta borðað á meðan veikindum stendur.

14. Bjór frostpinnar
Frábært að nota mjög sætan eða IPA í þetta. Fáið ykkur íspinna form og setjið uppáhalds bjórinn ykkar í formið, frystið. ATH. Þar sem það er alkóhól í bjórnum, þá er kannski fínt að sjóða bjórinn eilítið til að fjarlægja alkóhólið.

15. Sjóða hrísgrjón upp úr bjór
Það gefur auga leið að sjóða hrísgrjón upp úr bjór gefur af sér afskaplega bragðmild og góð hrísgrjón og er þá hægt að stýra bragðinu eftir því hvaða bjór er notaður.

16. Þvoðu koddaverið upp úr bjór
Það er gamalt ráð að þvo koddaverið upp úr bjór, ástæðan fyrir því er að, humlar hafa svæfandi áhrif og því á ilmurinn víst að hafa róandi áhrif á þá sem eiga erfitt um svefn.

17. Fáðu þér nýtt útlit
Sértu eitthvað óörugg/ur með útlit þitt, þá er ekkert mál að redda því. Kauptu nóg af bjór handa þeim / þeirri sem þér langar út á stefnu mót með, eftir því sem á líður á kvöldið, þá muntu líta betur og betur út og áður en yfir líkur, þá ertu alls ekki svo illa útlítandi. Það skal þó nefna að fyrirbærið „bjór gleraugu“ endast í aðeins takmarkaðan tíma og því ber að nýta það sem allra fyrst.

18. Grilla kjúkling upp úr bjór
Taktu heilan kjúkling og hálfa dós af bjór. Settu dósina inn í kjúklinginn og láttu kjúklinginn standa á dósinni á grillinu, þá gufar bjórinn upp inn í kjúklinginum og skilur eftir þetta fína bragð í kjötinu. Það er líka gott að maka smá olívu olíu á kjúklinginn og það krydd sem þið kjósið. Það má svo grilla kjúklinginn í um 1 klst og 15 – 20 mín.

19. Músa gildra
Fyrir þau ykkar sem eigið ekki kött. Setjið smá bjór í könnu og setjið eitthvað sem músin getur klifrað á upp að könnuni, svo þurfið þið bara að velja hvort þið viljið vera góð eða vond við mýsnar, lítið af bjór eða mikið af bjór, ef góð, þá munið þið væntanlega finna mjög drukkna mús en hitt skilur eftir frekar sóðalegar aðstæður.

20. Kakkalakka gildra
Ekki mikið um kakkalakka á íslandi en í tilefni þess að þeir eru farnir að festa sig í sessi hérna á íslandi, þá er ekki verra að vita hverni megi veiða þá. Setjið brauð í bjór og brauðið svo í tóma krukku, smyrjið smá vaselíni á barma krukkunar og vitir menn, þetta á eftir að vera fyrirtaks gildra.

21. Hreinsið gull skartgripi
Bjór er ágætis hreinsir fyrir gull skartgripi. Setjið skartgripina í skál af bjór, leyfið því að liggja í góða stund og takið svo úr, hreinsið með vatni og Svo þarf bara að pússa eilítið með þurrum klút.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt